Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1945, Side 3

Ægir - 01.02.1945, Side 3
Æ G I R MANAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 38. árg. Reykjavík — Febrúar—marz—apríl 1945 Nr. 2-4. Davíð Ólafsson: Sjávarútvegurinn 1944, Ef litið er á afkomu sjávarútvegsins í keild á árinu 1944, má segja, að hún hah verið a. m. k. sæmileg. Skýrist þetta betur, ef litið er á hina ýmsu þætti sjávarútvegs- ins hvern í sínu lagi. Mest eru blæbrigðin vafalaust í afkomu útgerðarinnar sjálfrar, enda um svo mikla fjölbreyttni þar að i'æða, allt frá hinum smæsta til hins stærsta, að annars er tæplega að vænta, þegar á allar aðstæður er litið. Hjá hinni árstíðabundnu og staðbundnu útgerð, þ. e. þeirri útgerð, sem rekin er með opnum bátum og smáum þiljubátum, var afkoman léleg, a. m. k. sums staðar. bannig var það t. d. við Norðurland, og átti aflatregða mikinn þátt í því. Afkoma vélbátaútgerðarinnar mun aftur á móti víðast hvar hafa verið sæmileg, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og var skortur- inn á línuveiðarfærum einna erfiðastur, einkum þegar leið á árið. Var það hvort- tveggja, að vetrarvertíðin var yfirleitt góð, þó tæplega eins og árið áður, t. d. við Eaxaflóa, og síldveiðarnar með afbrigðum góðar. Áttu þær mjög drjúgan þátt í að gera afkomu þeirra skipa, sem þær stund- uðu, góða yfirleilt. Hin stærri útgerð, togarar, stærstu vél- ^kipin og línugufuskipin, mun hafa haft jafnbezta afkomu á árinu. Einstök skip skáru sig þó einnig úr með miður góða af- komu, en ef litið er á heildina, mun af- koman hafa verið góð lijá þessum skipum. Telja má, að árið hafi verið mjög hag- stætt fyrir fiskfrystihúsin. Var framleiðsla þeirra meiri en nokkru sinni fyrr og var öll seld með samningum, fyrir verð, sein telja verður hagkvæmt. Er það vafalaust, að afkoma frystihúsanna hefir yfirleitt verið góð. Er þetta að sjálfsögðu mikil- vægt, þar sein allverulegur hluti frysti- húsanna hefur verið byggður upp á dýr- um tíinum og öll tæki og mannvirki því mjög dýr. Á þetta sama vitanlega við um allar greinar sjávarútvegsins, sem líkt stendur á um. Um síldariðnaðinn er það að segja, að hann vann við góðar aðstæður, með því að síldaraflinn, sem nær allur fór til verk- smiðjanna, v7ar mjög mikill og síldin óvenju feit og lýsismagnið því rnikið. Þetta ár hefur því enn liðið þannig, að sjávarútvegurinn hefur, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, haft sæmilega afkomu, og unn- izt þannig tími til að liúa sig enn betur undir þá hörðu keppni, sem hann óhjá- kvæmilega hlýtur að lenda í fyrr eða síðar, þegar aðrar þjóðir með svipaða fram-

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.