Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 3

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 3
Æ G I R MANAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 38. árg. Reykjavík — Febrúar—marz—apríl 1945 Nr. 2-4. Davíð Ólafsson: Sjávarútvegurinn 1944, Ef litið er á afkomu sjávarútvegsins í keild á árinu 1944, má segja, að hún hah verið a. m. k. sæmileg. Skýrist þetta betur, ef litið er á hina ýmsu þætti sjávarútvegs- ins hvern í sínu lagi. Mest eru blæbrigðin vafalaust í afkomu útgerðarinnar sjálfrar, enda um svo mikla fjölbreyttni þar að i'æða, allt frá hinum smæsta til hins stærsta, að annars er tæplega að vænta, þegar á allar aðstæður er litið. Hjá hinni árstíðabundnu og staðbundnu útgerð, þ. e. þeirri útgerð, sem rekin er með opnum bátum og smáum þiljubátum, var afkoman léleg, a. m. k. sums staðar. bannig var það t. d. við Norðurland, og átti aflatregða mikinn þátt í því. Afkoma vélbátaútgerðarinnar mun aftur á móti víðast hvar hafa verið sæmileg, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og var skortur- inn á línuveiðarfærum einna erfiðastur, einkum þegar leið á árið. Var það hvort- tveggja, að vetrarvertíðin var yfirleitt góð, þó tæplega eins og árið áður, t. d. við Eaxaflóa, og síldveiðarnar með afbrigðum góðar. Áttu þær mjög drjúgan þátt í að gera afkomu þeirra skipa, sem þær stund- uðu, góða yfirleilt. Hin stærri útgerð, togarar, stærstu vél- ^kipin og línugufuskipin, mun hafa haft jafnbezta afkomu á árinu. Einstök skip skáru sig þó einnig úr með miður góða af- komu, en ef litið er á heildina, mun af- koman hafa verið góð lijá þessum skipum. Telja má, að árið hafi verið mjög hag- stætt fyrir fiskfrystihúsin. Var framleiðsla þeirra meiri en nokkru sinni fyrr og var öll seld með samningum, fyrir verð, sein telja verður hagkvæmt. Er það vafalaust, að afkoma frystihúsanna hefir yfirleitt verið góð. Er þetta að sjálfsögðu mikil- vægt, þar sein allverulegur hluti frysti- húsanna hefur verið byggður upp á dýr- um tíinum og öll tæki og mannvirki því mjög dýr. Á þetta sama vitanlega við um allar greinar sjávarútvegsins, sem líkt stendur á um. Um síldariðnaðinn er það að segja, að hann vann við góðar aðstæður, með því að síldaraflinn, sem nær allur fór til verk- smiðjanna, v7ar mjög mikill og síldin óvenju feit og lýsismagnið því rnikið. Þetta ár hefur því enn liðið þannig, að sjávarútvegurinn hefur, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, haft sæmilega afkomu, og unn- izt þannig tími til að liúa sig enn betur undir þá hörðu keppni, sem hann óhjá- kvæmilega hlýtur að lenda í fyrr eða síðar, þegar aðrar þjóðir með svipaða fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.