Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 36

Ægir - 01.02.1945, Page 36
58 Æ G I R 10. Hafnargerðir og lendingabætur. 1 Hafnorfirði var unnið að framleng- ingu á hafnargarðinum. Sá hluti garðsins, sem byggður var í sumar, stendur á 8 m dýpi um stórstraumsfjöru. Grafvél Reykjavíkurhafnar mokaði upp 39000 m3 af möl hinum megin fjarðarins og flutti hana í garðstæðið. Var mölin borin á svæði, sem er 60 m breitt og 90 m langt í framlengingu garðsins. Ofan á malar- undirstöðuna var svo garðurinn byggður úr grjóti með steyptri þekju. Fullgerður var í sumar 55 m. kafli. Á Akranesi var gerð skipabryggja um 110 m á lengd við Teigavör innan hafnar- garðsins. Er aðalbryggja'n um 60 m á lengd, 8 m á breidd lárétt að ofan og nær út á ca 3,0—3,5 m dýpi miðað við stór- straumsfjöruborð. Öll er bryggjan steypt og grjótfyllt með steyptri þekju. Auk bryggj ugerðarinnar var mjög mikið af grjóti sprengt og losað úr fjörunni norðan bryggjunnar í dýpkunarskyni og notað sem fylbng í bryggjuna. Verkið hófst seint í maí og var lokið í nóv. s. 1. og mun liafa kostað nálægt lcr. 750 þús. í nóvember síðaslliðnum var lokið við stækkun hafnarbryggjunnar í Borgarnesi, þannig að hafnarbakkinn var lengdur úr tæpum 29 m i 80 m, og gengur lengingin inn með Brákarey. Auk þess var gerð um 40 m breið fylbng uppaf bakkanum og bætast þá allt að 1400 m2 við það bryggju- pláss, sem áður var. Dýpi við bakkann er allt að 2 m um lægstu fjöru. Enn er kostn- aður ekki uppgerður. í Hnífsdal var lokið framlengingu báta- bryggju i Skeljavík, sem unnið var að sum- arið áður. Er framlengingin 23 m á lengd og 7 m. á breidd og nær út á ca 3,5 m dýpi miðað við stórstraumsfjöruborð. Kostnaður bæði sumrin varð um 267 þús. kr. og' mun hafa farið nokkuð fram úr áætlun. Olli því sérstaklega óhagstæð veðr- átta sumarið 1943 og auk þess sem tals- verðar skemmdir urðu á bryggjunni ófull- gerðri i stórbrimi og illsku veðri þá um haustið. Á ísafirði var hausinn á bæjarbryggj- unni stækkaður og endurbyggður að nokkru leyti. Varð kostnaður um kr. 300 þús. Á Sauðárkróki var sjóvarnargarður fyrir frarnan kauptúnið lengdur um 25 m. Er hann þó ekki steyptur í fulla hæð enn þá. Enn fremur var gert við skemmdir, sem orðið höfðu á gamla sjóvarnargarðinum- Kostnaður er enn ekki endanlega upp gerður. Haustið 1943 var byrjað á byggingu garðs á svo kallaðri „Leiru" innan við innri höfnina á Siglufirði. Er garði þess- um ætlað að hefta framburðinn úr ánni i höfnina, en svo sem kunnugt er, er innri böfnin alltaf að grynnnka, svo að til vand- ræða horfir. Hér er um bráðabirgðaverk að ræða, og er garðurinn byggður úr grjóti, með timburþil, sem þéttikjarna. Garður þessi er nú fullbyggður í 210 m. lengd, en kominn í hálfa hæð á 80 m. lengd að auki. Ráðgert er að garðurinn verði um 400 metra langur samtals. Kostnaður við þetta verk mun nema um kr. 117 000.00. Á síðastliðnu sumri var hafizt handa um bafnargerð í Ólafsfirði, en sökum örðug- leika á að útvega efni og tæki var allveru- lega vikið frá fyrirhugaðri gerð mannvirkj- anna. Var unnið að báðum görðunum, og er ytri garðurinn kominn ca. 50 m fram, en sá innri tæplega 150 metra. Kostnaður við þessar framkvæmdir munu hafa nuinið um kr. 550 000.00. Á Hauganesi við Eyjafjörð var byggð bátabryggja 30 m löng', 5 m breið og nær hún á venjulegt bátadýpi. Bryggj uveggú' eru steyptir, með grjótfyllingu á milli, en þekjan úr járnbentri steinsteypu. Kostn- aður nam um kr. 90 000.00. Á Húsavik var hafinn undirbúningur að byggingu fyrirhugaðs hafnargarðs fram af Húsavíkurhöfða. Verður það mikið mann- virki. Var vinna sú, sem framkvæmd var á árinu, að mestu undirbúningsvinna.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.