Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 36

Ægir - 01.02.1945, Qupperneq 36
58 Æ G I R 10. Hafnargerðir og lendingabætur. 1 Hafnorfirði var unnið að framleng- ingu á hafnargarðinum. Sá hluti garðsins, sem byggður var í sumar, stendur á 8 m dýpi um stórstraumsfjöru. Grafvél Reykjavíkurhafnar mokaði upp 39000 m3 af möl hinum megin fjarðarins og flutti hana í garðstæðið. Var mölin borin á svæði, sem er 60 m breitt og 90 m langt í framlengingu garðsins. Ofan á malar- undirstöðuna var svo garðurinn byggður úr grjóti með steyptri þekju. Fullgerður var í sumar 55 m. kafli. Á Akranesi var gerð skipabryggja um 110 m á lengd við Teigavör innan hafnar- garðsins. Er aðalbryggja'n um 60 m á lengd, 8 m á breidd lárétt að ofan og nær út á ca 3,0—3,5 m dýpi miðað við stór- straumsfjöruborð. Öll er bryggjan steypt og grjótfyllt með steyptri þekju. Auk bryggj ugerðarinnar var mjög mikið af grjóti sprengt og losað úr fjörunni norðan bryggjunnar í dýpkunarskyni og notað sem fylbng í bryggjuna. Verkið hófst seint í maí og var lokið í nóv. s. 1. og mun liafa kostað nálægt lcr. 750 þús. í nóvember síðaslliðnum var lokið við stækkun hafnarbryggjunnar í Borgarnesi, þannig að hafnarbakkinn var lengdur úr tæpum 29 m i 80 m, og gengur lengingin inn með Brákarey. Auk þess var gerð um 40 m breið fylbng uppaf bakkanum og bætast þá allt að 1400 m2 við það bryggju- pláss, sem áður var. Dýpi við bakkann er allt að 2 m um lægstu fjöru. Enn er kostn- aður ekki uppgerður. í Hnífsdal var lokið framlengingu báta- bryggju i Skeljavík, sem unnið var að sum- arið áður. Er framlengingin 23 m á lengd og 7 m. á breidd og nær út á ca 3,5 m dýpi miðað við stórstraumsfjöruborð. Kostnaður bæði sumrin varð um 267 þús. kr. og' mun hafa farið nokkuð fram úr áætlun. Olli því sérstaklega óhagstæð veðr- átta sumarið 1943 og auk þess sem tals- verðar skemmdir urðu á bryggjunni ófull- gerðri i stórbrimi og illsku veðri þá um haustið. Á ísafirði var hausinn á bæjarbryggj- unni stækkaður og endurbyggður að nokkru leyti. Varð kostnaður um kr. 300 þús. Á Sauðárkróki var sjóvarnargarður fyrir frarnan kauptúnið lengdur um 25 m. Er hann þó ekki steyptur í fulla hæð enn þá. Enn fremur var gert við skemmdir, sem orðið höfðu á gamla sjóvarnargarðinum- Kostnaður er enn ekki endanlega upp gerður. Haustið 1943 var byrjað á byggingu garðs á svo kallaðri „Leiru" innan við innri höfnina á Siglufirði. Er garði þess- um ætlað að hefta framburðinn úr ánni i höfnina, en svo sem kunnugt er, er innri böfnin alltaf að grynnnka, svo að til vand- ræða horfir. Hér er um bráðabirgðaverk að ræða, og er garðurinn byggður úr grjóti, með timburþil, sem þéttikjarna. Garður þessi er nú fullbyggður í 210 m. lengd, en kominn í hálfa hæð á 80 m. lengd að auki. Ráðgert er að garðurinn verði um 400 metra langur samtals. Kostnaður við þetta verk mun nema um kr. 117 000.00. Á síðastliðnu sumri var hafizt handa um bafnargerð í Ólafsfirði, en sökum örðug- leika á að útvega efni og tæki var allveru- lega vikið frá fyrirhugaðri gerð mannvirkj- anna. Var unnið að báðum görðunum, og er ytri garðurinn kominn ca. 50 m fram, en sá innri tæplega 150 metra. Kostnaður við þessar framkvæmdir munu hafa nuinið um kr. 550 000.00. Á Hauganesi við Eyjafjörð var byggð bátabryggja 30 m löng', 5 m breið og nær hún á venjulegt bátadýpi. Bryggj uveggú' eru steyptir, með grjótfyllingu á milli, en þekjan úr járnbentri steinsteypu. Kostn- aður nam um kr. 90 000.00. Á Húsavik var hafinn undirbúningur að byggingu fyrirhugaðs hafnargarðs fram af Húsavíkurhöfða. Verður það mikið mann- virki. Var vinna sú, sem framkvæmd var á árinu, að mestu undirbúningsvinna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.