Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 42

Ægir - 01.02.1945, Page 42
64 Æ G I R Þetta sparar mikla vinnu, fer betur með flökin og eykur þrifnað. Innpökkun. Ég tel, að stefna beri að því, að það fólk, sem er við vigtun og innpökk- un á flökum, sé í sérstökum klæðnaði. Hvítar gúmmísvuntur og hvíta sloppa undir. Það er alveg ófært, eins og nú á sér stað, að þetta fólk sé klætt i allavega drusl- ur, af öllum litum og gerðum, við að pakka inn matvælum. Þar sem ég minnist á þetta atriði, þá tel ég rétt að benda um leið á það skipulag, sem æskilegast er að sé á húsakynnum við þessa vinnu. Fiskmóttökurúm á að vera alveg sérskilið frá vinnusal, og þannig út- búið, að þar sé hægt að setja á kælingu ef með þarl'. Þá á að fara fram uppþvottur. Næst á að koma l'Iökunarrúm, og tel ég æskilegt, að það sé aðskilið frá því rúmi, þar sem fiskurinn er svo vigtaður og inn- pakkaður. Þaðan færu svo pakkarnir inn i frystirúmið, sem sjálfsagt er að sé aðskil- ið og sérstakt rúm, og þar á að setja pakk- ana í kassana og ganga frá þeim. Öll þessi herbergi eiga að vera hvítmál- uð, og fólkið á að vera í þeim klæðnaði, er áður er getið um. Því miður eru mörg þau frystihús, sem byggð hafa verið jafnvel á síðustu tímum, gerð af lítilli hagsýni, með AÍnnuskipulag fyrir auguin, og er það sorg- legt, um svo dýr fyrirtæki. Allt þetta má þó laga, ef samtaka vilji væri fyrir hendi. Fnjsting. Frystrng er víðast fram- kvæmd, eins og nú er, með svoköllnðum „pressutækjum“. Pakkarnir eru lagðir milli tveggja flata, sem hafa inni að halda kælivökva eða ammoníak. Þessi tæki eru flest gerð úr slæmu efni og ryðga fljótt, og er það mikill galli. Einnig eru þau þannig gerð, að hver getur pressað pakka- ana mikið eða lítið, og skapar það mis- ræmi og er slæmt upp á ytri umbúðir, sem allir nota af sömu gerð. Einnig er viðbúið, að það geti verið hættulegt að pressa fisk mikið, og er nú verið að rannsaka það atriði í atvinnudeild Háskólans. Geymsla á fnjstum fiski. Klefar þeir, sem frystur fiskur er geymdur i, eiga að mínum dómi ekki að vera hærri undir loft en svo, að hægt sé að láta kassa i efstu röð með því að standa á gólfi. Ef hæðin er meiri, verður alltaf g'engið upp' á neðstu raðirnar, og er það ófært. Ef heppilegt þykir, þegar byggt er, að hafa klefa þessa bærri, svo sem vegna þess að lóð er dýr, eða af öðrum ástæðum, þá ætti að skipta þeim með plankalofti og hafa svo lyftu. Einnig verður alltaf ódýrara að vinna í klefum, þar sem lágt er undir loft. Þar sem mjög er áríðandi að fiskur sé geymdur við sem allra jafnast kuldastig, Jiyrftu að vera ákvæði um það, hvað hvert hraðfrystihús ætti að hafa margar kulda- kaloriur á hvern teningsmeter i klefum, lyrir utan þann kraft, sem það hefur til frystingar. Það munu vera til hús, sem liafa það mörg frystitæki, miðað við vélaafl, að lítill kraflur er afgangs fyrir geymslurúm, ef nóg hráefni er til að frysta. Setja þarf Hka ákvæði um það, hve þykkir listar skuli vera á gólfi undir fisk- pökkum, og hve breilt bil eigi að vera milli veggjar og fisks. Ég teldi hæfilegt, að list- ar á gólfi væru 5 cm, og bil milli veggjar og fiskhleðslu ekki minna en 15 cm. Útskipun. Það er mikið atriði, þegar fiskurinn er settur um borð í skip til út- flutnings, að þá sé vel og hreinlega með hann farið. — Mikið skortir á, að þetta sé i svo góðu lagi, sem ákjósanlegt væri. Það sem athugavert er í þessu efni er það, að menn þeir, sem hlaða fiskkössunum i lest- um skipanna, ganga á sömu skónum á köss- unum og þeir ganga til vinnu sinnar eftir forugum götum, kolugum bryggjum o. fl. Þau skipafélög, sein flytja fiskinn, ættu að hafa einhverja heppilega skó, sem menn settu á sig er niður í lest keinur. Ég hef séð mjög slæma meðferð að þessu leyti, og er áríðandi að gera eitthvað þessu til lag- færingar. Eitt atriði í vinnslu húsanna, sem nú er mjög útbreitt, á að leggjast niður. Það hefur orðið að venju, að pakka inn öllum þeim fiskafgöngum, sem ekki þykja

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.