Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 14
284
Vetrannorgunn.
IÐIJNN
þær voru svo Jiykkar, að hann gat tint úr .þeim heilar
rúsínurnar, stórar eins og mannsauga. Petta er sá
hagnaður, sem mannssálin hefir af draumunum. En
hvernig sem hann reyndi, gat hann ekki sofnað aftur
til þessara krása, né heldur þeirra peninga, sem hann
hafði haft milli handa og æfinlega voru úr silfri, eins
og peir peningar, sem faðir hans borgaði hreppstjóran-
um upp í jörðina; en fyrir pessa peninga hafði hann í
draumnum ætlað að kaupa sér rúsínur og kex, sömu-
leiðis hníf og snæri.
Hann var ákaflega hungraður, pegar hann vaknaði, og
sá eftir draumnum eins og hundur eftir fallegri hnútu,
en honum var stranglega bannað að vekja nokkurn og
biðja um brauð, pví pá hafði íaðir hans hótað að binda
hann úti í kofa hjá hrútnum Séra Guðmundi og bróöur
hans, sem börðust stundum alla nóttina. Pað var mjög
ógeðfeld tilhugsun, pví fáar skepnur óttaðist drengur-
inn meira en hrút þenna, Séra Guðmund. Hrútur þessi,.
sem var vandstæður mannfólki, hann gat stundum haft
jiað til að elta drenginn alla leið inn í draumana og
gegn um draumana, og drengurinn hljóp á undan
ákaflega hræddur við pessa ókind, sem var, enda þótt
faðir hans tryði á hrútinn, jafn-yfirnáttúrleg í herfileik
sínum eins og kjötsúpan og jólakakan í sinni dýrð.
Pannig fylgir draumunum einnig nokkur hætta.
Til pess að gleyma, hvað hann var svangur, fór hann
að hlusta á búsáhöldin, sem héldu sitt venjulega nætur-
ping í skáp og hyllu. Um hvað voru pá búsáhöldin að
tala? Það er ekki svo auðvelt fyrir lítinn dreng að
finna þráðinn í samtali hinna fullorðnu, — þau töluðu
eins og sveitin, hver um sig kostaði kapps um að
koma einhverju að, til pess aö láta sín pó að einhverju
getið, báru sig upp undan hreppsómögunuin og ekki-