Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Qupperneq 16
286
Vetrarmorgunn.
IÐUNN
höldin að sprengja úr sér meiri vizku. Og uin leið opn-
uðust eyru drengsins fyrir öðrum röddum. Féð niðri
i húsinu byrjaði að standa upp og létta á.sér eftir nótt-
ina og rumdi dálítið, sumt prílaði með framfæturna
utan í .jöturnar til að þefa úr moðinu síðan í gærkveldi
og rak hornin í jötuböndin eða hnubbaðist. Alt af :um
pað leyti, sem féð stóð upp, vaknaði von hjá drengnum.
En af öllum timamerkjum morgunsins voru hrotur
föður hans öruggastar.
Fyrst á morgnana, um pað leyti sem drengurinn
vaknaði, skar hann enn hrúta, skar pá löngum, löngum,
djúpum, djúpum skurðum. Sú tegund tilheyrði í raun
réttri ekki morgninum, heldur nóttinni sjálfri. Þessar
hrotur áttu ekkert skylt við pann heim, sem vér lifuni
og vökum í, pær voru annarlegt ferðalag gegn um ská-
höll svið, óreiknaniega tíma, ólíkar tilverur, jafnvel
vagnar [lessara fylkinga eiga ekkert skylt við vagna
heimsins, paðan af síður stendur landslag hins hrjót-
anda lífs í nokkru sambandi við landslag vort.
En pegar lengra leið á morguninn, mistu hroturnar
hljóm sinn, hinir söngnu brjósttónar peirra leyslust upp„
pær færðust smátt og smátt upp í hálsinn, úr hálsinum.
fram í nefið og munninn, jafnvel fram á varirnar, eins
og blástur, stundum að eins með kippóttu púi,
ákvörðunarstaðurinn var að nálgast, og hestarnir frís-
uðu hamingjusamir að hafa komist heilu og höldnu
gegn um hinar hljómrænu fjarvíddir óræðisins. Heima-
landið blasti við auga.
Andardráttur hins fólksins var hvergi nærri cins:
stórfenglegur né yfirgripsmikill, liann var laus við'
eyktamerki. Til dæmis andardráttur ömmunnar? Hver
skyldi eftir andardrættinum geta látið sér koma tit
hugar, að hér svæfi lifandi manneskja fyrir framam