Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 17

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 17
IÐUNN Vetrarmorgunn. 287' drenginn? Hún andaði svo iágt, hreyfði sig svo sjald- an, að tímum saman var engu líkara en hún væri hætt. En ef hann beygði sig yfir liana og hlustaði mjög ná- kvæmlega, þá kom fyrir, að hann fann lífsmark með henni, það bar við, að hún púaði ofurlítið með blá- vörunum. En hún hafði annað til. Eftir að hafa ' legið lengi eins og andvana, þá steig lífið á ný upp, í henni eins og litlu bólurnar í fúla mýrarlæknum (pær stíga upp úr rauðum leirbotninum með löngu millibili), það birtist í undarlegu tauti, í hljóðskrafi, í fussi, í Ijótimi sálmum úr öðrum heimi. Því einnig hún átti sinn heim, sem var óaðgengur öðru fólki, heim bænanna, sálm- anna, þessara löngu, leiðinlegu kvæða, sem föður drengsins mislíkuðu svo mjög, heim hins miskunn- sama, náðuga guðs og líknsama föður ásamt ógnum helvítis, og á þessum heimi gaf hún aldrei neinar skýr- ingar, nema ef hún muldraði niður í barminn annan sálm enn þá óskiljanlegri. Enginn, sem vissi úr sáhnum jafn-mikið um eilífðina og slíkt, gat verið öllu frá- sneyddari trúboðsáhuga en amma hans, enda hélt þessi heimur áfram að vera drengnum jafn-furðulegur og hrotheimar föðurins, ekki síður þótt amma hans hefði frá upphafi kent honum að sofna með mál hans á vör- unum: hann grilti ekki landslag hans í gegn um orðin, því síður hinar óhlutkendu persónur hans. Og hið framandi líf sálmanna, eins og það steig upp á varir ömmunnar mitt í neind hennar, það vakti hjá honum sams konar beyg og mýralækurinn með sínu grugguga, bragðvonda vatni (það er eitrað), slýi sínu og hinuin loðnu, ófreskjulegu vatnsjurtum, sínum brúnklukkum. öndvert rúmi hjónanna sváfu eklri systkinin þrjú, Helgi og Gvendur upp í kverkina, Ásta Sóllilja til fóta. Hvaða veröld tilheyrði tungumál Helga, grátur og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.