Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 18
•288 Vetrarmorgunn. IÐUNN tannagnístran Ástu Sóllilju, — tungumál, sem skortir orö og merkingu, — alt nema bjánalegan ákafa, grátur, sem ekki fylgir neinn ekki, nein tár, að eins 1 snöggur, gnístandi sársauki, án fyrirvara, eftirvaralaus, eins og væru einhver hryllileg skilaboð send gegn um líkama hennar frá heimi til heims? Enginn þessara heima, eng- in Jiessara radda hlittu lögmálum dagsins né skilvitum jiessa heims. Hvar var móöir hans á jiessum morgnum vetrarins, meðan enginn var heima og allir fjarri, hver í sínum svefni, meðan skuggar annara heima, krökkir af undr- um, grúfðu yfir litlu baðstofunni í Sumarhúsum? Svaf hún eða vakti? Voru það vökuandvörp hennar, sem aftur og aftur drukknuðu í hrotum föðurins, eða voru læknishendur óminnisins einnig forboðnar í svefnheim- um hennar? Sterk var þrá hans eftir deginum, þar sem hann vakti einn umkringdur þessum harðbrjósta fram- andi veröldum, sem vissu ekki einu sinni að hann var til, — sterkust eftir faðmi móður sinnar. Svo ber það til eina nótt, já, það hlýtur að vera löngu áður en vetrardagurinn kiprar hvarmana í fyrstu at- rennu, drengurinn er sjálfur staddur úti í fjarska sinna eigin svefnheima, höfgi miðnæturinnar býr enn svo sæll, svo þungur í líkama hans, en þar kemur að lokum, að hann fær ekki varist, það er einhver að kalla. Hver er að kalla? Það er í fyrstu svo fjarri, að hann gefur því ekki gaum, óviðkomandi, eins og tíð- indi úr annari sýslu. Smám saman færist það nær. And- vörp og kveinstafir, sem nálgast, — um stund er eins og þau væru komin alla leið fram í sveit, en ]iau nema ekki staðar, þau færast nær og nær, unz hann upp- götvar, að þau eru komin hingað, alla leið inn ,í bað- _stofu. Þau koma frá rúmi móður hans. Hann er vakn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.