Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 18
•288
Vetrarmorgunn.
IÐUNN
tannagnístran Ástu Sóllilju, — tungumál, sem skortir
orö og merkingu, — alt nema bjánalegan ákafa, grátur,
sem ekki fylgir neinn ekki, nein tár, að eins 1 snöggur,
gnístandi sársauki, án fyrirvara, eftirvaralaus, eins og
væru einhver hryllileg skilaboð send gegn um líkama
hennar frá heimi til heims? Enginn þessara heima, eng-
in Jiessara radda hlittu lögmálum dagsins né skilvitum
jiessa heims.
Hvar var móöir hans á jiessum morgnum vetrarins,
meðan enginn var heima og allir fjarri, hver í sínum
svefni, meðan skuggar annara heima, krökkir af undr-
um, grúfðu yfir litlu baðstofunni í Sumarhúsum? Svaf
hún eða vakti? Voru það vökuandvörp hennar, sem
aftur og aftur drukknuðu í hrotum föðurins, eða voru
læknishendur óminnisins einnig forboðnar í svefnheim-
um hennar? Sterk var þrá hans eftir deginum, þar sem
hann vakti einn umkringdur þessum harðbrjósta fram-
andi veröldum, sem vissu ekki einu sinni að hann var
til, — sterkust eftir faðmi móður sinnar.
Svo ber það til eina nótt, já, það hlýtur að vera löngu
áður en vetrardagurinn kiprar hvarmana í fyrstu at-
rennu, drengurinn er sjálfur staddur úti í fjarska
sinna eigin svefnheima, höfgi miðnæturinnar býr enn
svo sæll, svo þungur í líkama hans, en þar kemur að
lokum, að hann fær ekki varist, það er einhver að
kalla. Hver er að kalla? Það er í fyrstu svo fjarri, að
hann gefur því ekki gaum, óviðkomandi, eins og tíð-
indi úr annari sýslu. Smám saman færist það nær. And-
vörp og kveinstafir, sem nálgast, — um stund er eins
og þau væru komin alla leið fram í sveit, en ]iau nema
ekki staðar, þau færast nær og nær, unz hann upp-
götvar, að þau eru komin hingað, alla leið inn ,í bað-
_stofu. Þau koma frá rúmi móður hans. Hann er vakn-