Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 20
290
Vetrarmorgunn.
ÍÐUNNc
gerir sér svo títt um hana í nótt, heldur i höndina á
henni, aldrei pessu vant, hleypur fram í sveit um miðja.
nótt, eins og hann sé hræddur.
Fátt er jafn-brigðult og óstöðugt eins og hið elskandf
brjóst, og pó er pað sá eini staður í veröldinni, par
sem til er samlíðan. Svefninn er sterkari en hin göf-
ugasta tilfinning elskandi brjósts. Mitt í kvöl móður
hans tekur ljósið enn að dofna. Suðan i vatnskatlinum
fjarlægist, snarkið í eldinum, kerlingaramstur ömmu
hans, fuss hennar og sálmataut, alt leysist upp í hverf-
ula mókdrauma, sem hafa ekki framar brodd né kló og
eru án ástríðu og pjáninga, ljúfir, eins og lifið í klett-
unum, höfgi miðnæturinnar sitrar aftur gegn um lík-
ama hans svo sæll, svo pungur, vitund hans drýpur
smátt og smátt eins og hundrað sandkorn yfir í gímald
svefnheimsins, unz óminnið hefir á ný byrgt hana tiL
fulls.
I gær hafði faðir hans borið litla barnið niður í sveit
til pess aö grafa pað.
Var pá móðir hans aftur orðin kát? Var hún aftur
eins og börnin í sátt við flatneskju hinna sjónhrings-
lausu vetrardaga, eða drukknuðu andvörp hennar cnn:
í vorkunnarleysi peirra djúpa, sem ekki pekkja hið ein-
staka brjóst? Angist barnanna kom og fór, pjáning
móðurinnar varð um kyrt. Aldrei hafði drengnum fund-
ist fólkið sofa jafn-Iengi og í morgun. Kindurnar voru
löngu farnar að hreyfa á sér, hann heyrði jíær stangast
aftur og aítur, faðir hans hafði lagt óraleiðir brjóst-
hrotanna að baki, búsáhöldin pögnuð andspænis ná-
lægð dagsins, auga vetrardagsins á glugganum opnað-
ist í blánandi dökkva. Þorði fólkið pá ekki að vakna?1
Hann tók að dangla ofurlitið í súðina fyrir ofan sig,.