Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 21
xounn Vetrarmorgunn. 29£
gat þrátt fyrir hótanir aldrei stilt sig urn pað, þegar
honum fanst morguninn teygjast fram úr öllu hófi, en
þegar pað dugði ekki, þá fór hann að tista, fyrst eins
og lítil mús, síðan sneggra og hærra, eins og þegar
stigið er ofan á skottið á tíkinni, loks enn þá hærra,
eins og þegar vindur ýlir gegn um opnar bæjardyrnar
í landátt.
Bittinú! það var amma hans. Að lokum var það-
drengurinn, sem sigraði. Gamla konan byrjaði að tauta,
inyndaði sig til að rísa upp, unz hún hafði stigið fram
úr rúminu til fulls með öllum þeim áreynslustunum,.
senx því verki voru samfara, klæðst í úlpu sína og,
strigapils. Svo hófst leitin að eldspýtunum. Pað end-
aði alt af á því, að eldspýturnar fundust. Hann sá hana.
berhöfðaða í týrunni frá vegglampanum yfir eldavél-
inni, hina mórauðu, rúnum ristu kinn, skarpan, inn-
myntan vangann yfir rýrum hálsinum, þunnar gráar
hártjáslurnar, — og stóð stuggur af henni og fanst.
morguninn ekki vera kominn fyr en hún hafði bundið-
ullarsjalinu um höfuð sér. Svo batt hún ullarsjalinu
um höfuð sér. 1 hinum riðandi hreyfingum hennar og
tinandi augnaráði heilsaði hann hverjum nýjum degi,.
heilsaði á ný ásýnd hins hlutkenda veruleiks í þessu
sígamla, innilukta andliti, sem gægðist tautandi
fussandi fram úr hettunni, sá að eins niður með nefinu,.
æfilangt bisandi, amstrandi, stritandi, í þrotlausu ani
með að kveikja upp eld. Þá byrjaði faðir hans einnig;
von bráðar að ræskja sig, hrækja og taka i nefið. Síðan
fór hann í buxurnar. Það var kominn tiini til að hugsa
um morgungjöfina.
Sá hluti morgunsins, sem tilheyrir veruleikanum, var
runninn upp. Það var holt að minnast þess, að enginn
dagamunur var að því, hve illa ömmu hans gekk að-