Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Qupperneq 22
292
Vetrarmorgunn.
IÐUNtt
kveikja upp eld hússins, hrísið til uppkveikjunnar var
alt af jafn-stamt, og þótt hún fleygaði mókögglana í
smátt og legði viðarmestu flögurnar næstar hrísinu, þá
var árangurinn lengi vel ekki annar en ömurlegt snark
og pvalur, daunillur reykur, sem fylti hverja sinugu og
lagðist í skilningarvitin eins og sviði. Og þó'tt dreng-
urinn drægi höfuðið inn undir sængina, þá var reyk-
urinn einnig kominn par. Ljósið á vegglampanum krokti
niður við kveikinn. En aldrei var hið skyldurækna ó-
lundartaut ömmunnar svo langdregið, að pað fæli ekki
í sér fyrirheit morgunkaffisins. Aldrei var reykjarkafið
svo blátt og pykt, aldrei prengdi pað sér svo djúpt
inn í augun, nefið, hálsinn, lungun, að pað væri ekki
forboði pess ilms, sem fyllir sálina af bjartsýni og
trúnaðartrausti, angan hinna möluðu bauna undir sjóð-
andi vatnsboganum úr katlinum, kaffigufunnar.
Þeim mun lengri uppkveikjutími og meiri reykur, að
sama skapi lengri tilhlökkunartími, sterkari tilhlökkun.
Hann hafði sér pað til dundurs að rannsaka súðina.
Það var að vísu hin sama rannsókn á hverjum inorgni,
og pað var enn fremur sú rannsókn, par sem hann
vissi niðurstöðuna upp á hár fyrir fram, en engu að
síður óhjákvæmileg rannsókn á hverjum morgni, svo
fremi, að hann hefði augun opin. Það voru sérstaklega
tveir kvistir, sem hann tók mark á: ef reykurinn dvín-
aði svo, en ljósið fjörgaðist, að hann gæti greint and-
litsfali kvistanna, pá var pað pess viti, að eldurinn
væri að færast í rétt horf, að vatnið væri að hitna.
Hverjir voru pá pessir tveir kvistir? Það voru tveir
menn, tveir bræður. Þeir höfðu báðir eitt auga í miðju
enni og voru búlduleitir, eins og móðir hans. Hvernig
stóð á því, að þeir voru líkir móður hans? Það var af
pví, að pað voru móðurbræður hans, sem sigldu til