Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 27
JÐtíNS
Velrarmorgunn.
297
— Pú yerður aumingi og sjtilfs ])íns vesælingur alt
]>ilt líf, Ásta Sóllilja.
Og Ásta Sóllilja heldur áfrani að sofa.
Láttu pér ekki detta í hug, að ég fari að bera þér
kaffi á sængina eins og stássfrú, tólf ára göniul stelpan,
komin á þrettánda ár, bráðum orðin fjórtán. Fyr læt ég
hann föður ykkar sækja vöndinn.
En þessi morgunmessa hafði aldrei nein sýnileg áhrif
á Ástu Sóllilju.
Fyrst þegar Hallbera gamla gekk að rúminu og
pruskaði við henni, opnaði telpan augun. Hún opnaði
liau með erfiðismunum, drap titlinga óttaslegin, leit í
kring um sig vilt. Loksins áttaði hún sig á, hvar hún
var stödd, grúfði ennið niður í albogabótina og snökti.
Þetta var dökkhærður unglingur, fölleit, með langa
kjálka og sterka höku, skaut öðru auganu ofurlítið í
skjálg. Hún var dökk á brún og brá, en augu hennar
grá eins og járn. Þetta var eina andlitið á bænum, sem
hafði lögun og lit, og þess vegna horfði drengurinn oft
á systur sina, eins og hann undraðist, hvaðan hún
kæmi. Hún var mjög föl; hið langa fullorðinslega andlit
var mótað af áhyggju, næstum reynslu. Siðan drengur-
inn mundi fyrst eftir, hafði Ásta Sóllilja æfinlega verið
stóra systir. En pótt barm og axlir skorti hið brum-
kenda form bemskunnar, væri útsprungin úr pví, eða
hefði aldrei öðlast pað, þá skorti hana engu síður hina
ávölu frumvaxta mýkt; barn var hún ekki; en hún var
jafn-langt frá pví að vera fullorðin.
Þarna læt ég kaffið ])itt, Sóllilja, sagði amman og
boraði bollanum hennar út í fjarlægasta horn baðstof-
unnar, — ég ber ekki við að færa pér pað lengra.
Telpan hélt áfram að klóra sér í höfðinu, geispa og
smjatta á munnvatni sínu um stund, dró síðan fram