Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 34
304
Farið heilar, fornu dygðir!
IÐUNN
hvað skeður? Menn virða dygðirnar, en ætla að rií'na
.yfir hermdarverkunum, sem leiða af þeim. það var
bágbornasta rökfræðin, sem moðhausar Vesturlanda
höfðu leyft sér um langan aldur.
Bágbornust vegna þess, að það gekk ekki hnifur á
milli þess, sem Vestmenn kölluðu villimensku og Þjóð-
verjar dygð. Mönnum sást yfir þá einföldu staðreynd,
að þýzk dygð hafði staðnað síðan á miðöldum. Og
margir seiidust lengra um öxl sér til dygða, — til þess
tíma, er froðufellandi berserkurinn, hin blóðlöðrandi
„svipa guðs“, var tignasta ímynd karlmenskunnar,
non plus ultra mannlegs ágætis. Ekki er pað fágætt nú
á tímum, að æðsti „foringi" Þjóðverja geri sér tíðrætt
um hina eldfornu hörku. Og yfirleitt virðast Þjóðverjar
hafa hneigð til að lita á dygðir eins og íslendingar á
hákarl, — að rækileg kæsing og elli sé öðru fremur
vænlegt til bragðbætis og ágætis. Því eldri dygö, pvi
kæstari og göfugri.
Annars er alveg ástæðulaust að fjölyrða um Þjóð-
verja í þessu sambandi öðrum pjóðum fremur. Það,
sem peim háir, gengur að meira eða minna leyti að oss
öllum. Vér fremjum afglöp vor, ekki af pví, að vér sé-
um vondir, heldur fyrst og fremst af pví, að vér erum
góðir og dygðugir. Það voru dygðir vestrænna pjóða,
sem gerðu paö unt að hrapa þeim í fjögurra ára ófrið.
Ef menn hefðu ekki alment verið hraustir, drottinhollir,
föðurlandselskir, polgóðir, fórnfúsir og trúaðir, — eitt-
hvað af pessu eða í versta tilfelli alt, — pá hefðu þeir
ekki lyft hundasvipu hver gegn öðrum, hvað pá meira.
Ekkert er auðveldara en að sjá við spillingu og
vonzku í mannlegu félagi. Hvor tveggja er sár-fágæt í
sínum upprunalegu myndum, of fágæt til pess að geta
valdið nokkru verulegu böli. En dygðin getur veriö