Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 39
IÐL'NN
Farið heilar, fornu dygðir!
309
er svo sem augljóst, að þessi orð hefðu nægt til þess.
að koma henni í brezka dýflissu, ef Þjóðverjar hefðu
ekki orðið fyrri til að skjóta hana.
Hið ískyggilegasta við ættjarðarást er jrað, að hún er
ein af hinum fáu fullkomlega skemtilegu dygðurn, — á
svo að segja við hvern mann. Hún veitir lögmæta útrás
ýmsum óstýrilátum skóladrengjahvötum, sem menn eru
annars hálfgert í vandræðum með og skammast sín
fyrir. Hvar væru menn annars staddir með jiær hvatir,
sem knýja fullorðið fólk til að reka upp öskur við hin.
ólíkustu tækifæri, brjóta gluggarúður og níðast á eða
drepa jiað, sem minna máttar er? Og hún réttlætir hé-
gómaskap vorn, sem annars væri einatt fremur broslegur,
Þó að maður sé hjólfættur, liryggskakkur, óþrifinn, inn-
skeifur eða illviljaður, j)á getur hann jirátt fyrir alt kent
sig betra mann en alla aðra fyrir j)að eitt, að hann er
Frakki, Englendingur, Islendingur eða hvað jrað nú er,
sem forsjónin hefir slasast til að láta hann verða. A erfið-
um tímum skapar Jiað mönnum æsandi fögnuð og óút-
málanlega máttarkend að vita sig jiannig standa i bar-
áttu í hópi hinna útvöldu gegn hersveitum ódygða og
úrkynjunar. Af jiessu er jiað meðal annars auðskilið, af
hverju Þjóðverjar eru nú sem stendur hamingjusöm
jrjóð, {). e. a. s. jseir, sem fá að vitna um sálarástand
sitt. Kófdrukknir af Vaterlandsliebe und Dcutsche Tu-
gend — föðurlandsást og j)ýzkri dygð —, sem vitan-
lega tekur allri annari dygð fram, megna jreir að loka
augum fyrir öllu, sem jrá skortir, en vaða í ímyndunum
alls, sem jieir jjrá. En jietta er, einmitt einkenni og tak-
mark allrar ölvunar. Bölvunin er að eins sú, að um
j)að er Þjóðverjar eru búnir að hjala um Vaterlands-
liebe und Deutsche Tugend jrnngað til á j)á er farið að
svífa, þá er harömál fyrir alla aðra íbúa Norðurálfunn-