Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 40
310
Farið heilar, fornu dygðir!
IÐUNN’
ar að loka að sér sínum gas- og sprengju-heldu
fylgsnum.
Nú sé Jiað fjarri mér að pykjast hér öðrum betri,
hvorki fyrir hönd sjálfs mín eða Jijóðar minnar. Það
lítið ég þekki til manna, Jiá er eins og vér séum i Jiessu
efni allir tjargaðir upp úr sama kagganum. Er mér
skemst og greiðast að skygnast í eigin barm. Ég er t.
d. stundum svo sæll af því að vera Islendingur, aö ég
geng hér um göturnar mállaus og innhverfur eins og
svefngengill. Sonur elds og ísa, höfugur af Snorra-arfi
og snilli febranna. Og línur Lönguhlíðar og fellanna í
Mosfellssveit og blámi Esju og Skarðsheiðar orkar á
mig eins og undursamleg andante í moll. Hins vegar er
ég orðinn Jiað stálpaður, að mér dylst ekki, að ég Jijá-
ist af sömu sálarkölkun eins og aðrir: stöðnuðum æsku-
kendum frá dögum kynjiroskatímabilsins og hinnar
glannalegustu rómantísku. Hið eina, sem huggar mig í
þessari dapurlegu vitneskju, er það, að vér Jijáumst
einnig af smæðarkend, sem að sönnu teygir oss annað
veifið til stórþjóðlegra rassakasta og oflætis, en heim-
itrinn Jiaggar þó niður í oss á milli með kuldaglotti.
Og þar að auki erum vér raunverulega of fáir ti) þess
að geta gert neinum verulegt tjón, nema {>á sjálfum
oss. Þetta hefir, í mótsetningu við ýmsar aðrar þjóðir,
knúið oss til þess að geyma með oss hina fagnaðarríku
vitund um yfirburði vora, án þess að þurfa að reka
þessa staðreynd niðúr í kokið á nágrönnum vorum með
byssustingjum. Er þetta allmikill kostur, einkum með-
an lítið er um slík eggjárn í landinu. Og þó ætla ég,
að vér getum orðið eins dygðugir eins og hinir verstu
meðal annara þjóða. Ég ætla ekkert að lýsa því, hvað
ég hugsa allsgáður og í einrúmi um ýmislegt í þjóð-
skipulagi voru og æðstu stofnanir þess. Og þó býst ég