Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 43
If)UNN
Farið hcilar, fornu ciygðir!
31,r
innkirtla sjna starfandi á réttan hátt á til.teknu augna-
bliki. Hér með á ég ekki við það, að menn geti ekkí.
orðið hræddir. Hræðslan er förunautur vor manna frá.
því að vér liggjum í reifum og pangað til vér bítum í
grasið. En ég á við hitt, að [>að er sæmilega fóðruðum
manni eiginlegra að sigrast á hræðslu sinni en svigna
fyrir henni, og það býr honum óendanlega miklu meiri
gleði. Um þetta get ég borið af eigin reynd, jiví ég ei"
eins nálægt þvi að vera heigull eins og sá maður getur
verið, sem að miklu leyti hættir að svelta um tvitugt
Ég hefi verið á sjó á ónýtri fleytu, [>ar sem bátur fórst
með allri áhöfn fyrir augum mér, og ég skalf eins og
hundur af hræðslu. En með [>ví að pað var ég, sem
slampaðist af að þessu sinni, [>á er ég ekki viss um, aö
ég f>yrði að leggja eið út á, að ég hefði viljað verða af
þessari lífsreynslu. Og ég er ekki viss um, að ég tryði
þeim, sem segði hið gagnstæða. Seinna lagðist ég i
fönn holdvotur og uppgefinn i stórhrið á Múlanesi og.
átti [>að ofskynjunum um matarlykt að ]>akka, nð ég..
brauzt upp úr fönninni og rakst til bæja. Mér var vel
ljóst, hvernig ástatt var fyrir mér þá. En það var hvorki
hræðsla við dauðann né hugrekki, heldur viss tegund
mér ósjálfráðrar líffærastarfsemi, sem knúði mig at
stað.
í þessu sambandi verður mér að minnast þeirra kunn-
ingja minna, sem lifðu af ófriðinn mikla óskaddir á lífi
og limum. Sjálfir eru þeir margir hissa á því, að ófrið-
urinn, eldlínulífið, er í rauninni tilkomumesti tíniinu.
sem þeir hafa lifað. Og þeir, sem eftir urðu á „heiðurs-
vellinum“? Jú, það er leiðinlegt með þá, — en þeir
greiddu tap áhættuspilarans fyrir æsandi leik. Hvorum
tveggja gafst kostur á að láta blika á dygðirífari sínu,.
sem tíðarandinn taldi öllu ágætari. í augum mínum..