Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 45
IÐUNN
Farið lieilar, fornu dygðir!
:U5
verða það ljóst, að líkamlegt hugrekki er enn [)á tals-
vert algengari dygð en hreinlæti, en miklu ónauðsyn-
tegri í lífi nútimamanns, já, [rá væri strax stigið spor
í rétta átt.
Ofmat nútimamannsins á likamlegu hugrekki, sam-
íara undirlægjuhætti hans gagnvart íþrótta-afrekum,
er viðlíka barnaskapur eins og ef menn færu að belgja
sig upp með boga og örvar framan í fallbyssukjöftum.
Líf nútímamannsins er orustuvöllur, þar sem gamaldags
hetjur og berserkir eru að cins til trafala. Vér þörfn-
umst heilbrigðra inanna og kvenna með róar, sterkar
taugar, en ekki hjartabilaðra methafa. Vér þörfnumst
vitsmunalegs og siðferðilegs hugrekkis. Ef oss væri
að nokkru ljóst, hvað nú skiftir mestu máli, I>á mynd-
um vér telja hermanninn liðhlaupa og þjóð í hergerð-
um á banvænum flótta. Hvort tveggja er að bregðast
tilgangi lífsins sjálfs, en hann er sá, að gera sjálfu sér
líft á jörðunni. Það er alkunna, að þeir menn fögnuðu
inest ófriðnum rnikla, sem sáu í honum tækifæri til
[>ess að flýja sína eigin vanmegu. Nú tilbiður Þýzka-
land bardagamanninn og sáir ófriðarvilja. En það er
ekki af því, að Þjóðverjar sé hetjur einar og hraust-
menni. Miklu fremur minna þeir nú á manninn, sem
bognaö hefir undir fargi efnalegra örðugleika og and-
legra þjáninga og eygir nú að eins úrlausnir sjálfs-
morðingjans. Því nýtízku ófriður fyrir gjald[)rota þjóð
og bugaða er sjálfsmorð, sem að eins ofmat líkamlegs
hugrekkis og hreysti getur brugðið í tálmyndir göfgi
og drengskapar fyrir augum uppgefinna manna. „Nú-
timamaður, sem í raun og sannleika er hctja, álítur
sig of góðan til að berjast." Þegar Wilson Bandaríkja-
forseti mælti þessi orð, geröi hann sig að athlægi villi-