Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 47
’IÐtlNN
Farið heilar, fornu dygðir!
317
cið geta kúgað nægilega marga lénsmenn til trúnaðar
við sig eða mútað þeim til hlýöni, varð drottinhollust-
an, Jiokkalega uppsett af heilagri kirkju, með himna-
ríki að launum og helviti við trygðrofum, hreinasta
guðagjöf. Mútur og ógnanir voru að því leyti ófull-
komnar, að alt af mátti gera ráð fyrir öðrum, sem kynni
að múta betur eða ógna grimmilegar. En eftir að einu
sinni var búið að berja drottinhollustuna inn í hausa
lénsmannanna, urðu þeir mútu- og hótana-heldir eins
og eldtraustir peningaskápar.
l3að liggur í hlutarins eðli, að allir Jreir, sem auðæfi
og réttindi áttu að verja, gripu slíka himinsendingu sem
drottinhollustuna fegnum höndum. Allir áttu aö vera
drottinhollir. Þeir, sem að sönnu vildu vera Jiað, en
ráða Jrví sjálfir, hverju Jieir væru trúir og hollir, fóru
í dýflissur eða skildu höfuð sitt eftir hinum megin við
dálitla tréblökk. Þannig varð ómerkileg J)riöja flokks
dygð að einkenni sanngöfugs manns og ímynd allrar
sómamensku.
Vér höfum meðtekið drottinhollustuna sem allsherjar-
dygð í sjálfri sér, án J)ess að gera oss J)að ömak að
spyrja, hverju vér eigum að vera holl og hvers vegna.
Vér leggjum trúnað vorn á altari gamalla, dáinna goða
og hlekkjum oss við stalla Jreirra. En hversu rambyggi-
lega sem vér hlekkjum oss föst, heldur lífið miskunnar-
laust áfram. Það viðurkennir engan varanleik, enga
hlekki, ekkert annað en lögmál hinna eilífu breytinga,
hinnar eilífu verðandi. Líkamlega erum vér ekki samir
menn í dag og í gær. Ákvarðanir vorar um að standa
til dauðans staðfastir í einhverri ást, skoðun, hollustu,
trú, eru andspyrna gegn löguin lífsins. Það er að gera
gælur við hættulegustu fákænsku vor að vegsama slíka
staðfestu, sem væri hún ein út af fyrir sig dygð. Hún