Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 57
IÐUNN
Framvindan og sagan.
327
sagnfræBinnar aci leita aö og rekja þessar orsakir.
Fræðigreinin er að komast á réttan kjöl.
Næsta þrepið stígur italinn Vico með bók þeirri, er
hann nefndi „Hin nýju vísindi". Hann viðurkendi, eins
og Bossuet, almáttuga og algóða forsjón, en er hann
hafði á þann hátt sýnt skoðunum liins helga páfa-
dæmis viðeigandi lotningu, sigldi hann sinn eiginn sjó
og reisti rökleiðslu sina á algerlega jarðneskum grund-
velli. Hann þóttist þess fullvís, að sagnfræði mætti
stunda á sama hátt og hverja aðra visindagrein nátt-
úrufræðinnar — að hættir þjóðanna, sem á yfirboróinu
virtust hendingar einar og með öllu óbundnir, hlytu
að lúta lögum, sem ekki væru siður sjálfum sér sam-
kvæm en náttúrulög Newtons. Og honum virtist hann
korna auga á ákveðið skipulag í sögunni. I sérhverri
menningu mátti koma auga á þrjú stig, að hans hyggju.
Fyrsta stigið var villimenska, þar sem engin hugsun
ríkti, en einungis tilfinning. Annað stigið var barbar-
ismi, er hjó yfir þeirri þekkingu hugarflugsins, sem
framleitt gat rnenn eins og Hómer og hans líka. Hetta
var öld hetjuháttarins. Þriðja stigið er hin verulega sið-
menning, en í henni framleiðir þekking skilningsins
vísindi, lög og ríkið. Vico leit svo á, að Rómaveldi hefði
verið ágætast allra menninga. En eins óg harhararnir
veltu því með því að stefna viltu afli og óteljandi
manmnergð gegn veiklaðri siöfágun og minkandi mann-
fjölda, þannig mundi sérhver menning framtiðarinnar
þróast til heimspeki og skáidskapar, þar til henni yrði
rutt úr vegi af frumstæðilegum þjóðum, óspiltum af
tilfinningasemi og hugsun. Hann sá sams konar þróun
í stjórnmálum: barharismi framleiðir foringja, sem
verða höfðingjar; einangrun og harðstjórn höföingja-
stjórnarinnar leiðir af sér stjórnarbyltingu og lýðræði;