Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 61
JÐUNN
Framvindan og sagan.
331
er ])jakat3ar voru af bruna sólarinnar. Og frá pessum
|)jóðum er runnin sú hugmynd, að dómi þessa höfund-
ar, að leti og aðgerðaleysi sé einkenni hinö göfuga
manns. Petta einkenni er því ekki eingöngu talið eftir-
sóknarvert vegna róseminnar sjálfrar, heldur hefur
þjóðin þann mann upp til skýjanna, sem letinnar nýtur.
Þeir, sem að hinni landfræðislegu söguskýringu hall-
ast, benda á, að það séu framar öllu Iands- og lofts-
lags-einkenni, sem ráði því, hvaða þjóðir verði sigur-
vegarar og hverjar kúgaðar. Suðrið dregur úr mönnum
þróttinn. Þrælar hafa komið úr suðri, húsbændur úr
norðri. Átta sinnum hefir flóð sigurvegara úr norðri
flætt yfir Asíu, svo kunnugt sé. Englendingurinn Buckle
benti á, að loftslag, fæðutegundir, jarðlag og útlit
landsins hefði haft stórlega mikil áhrif á æfisögu hvers
einasta kynþáttar. Hann vitnaði einnig til Indverjanna í
þessu sambandi og áhrifa liins stórfelda landslags á
sálarlífið. Náttúran er svipmikil og tröllsleg, og hefði
það dregið úr hugrekki mannsins og beint sál hans til
hjátrúar og ákafrar guðsdýrkunar. Hins vegar hefði
hinn svipminni bragur Evrópu ekki orðið til þess að
kúga menn, og hugurinn því frekar beinst að því að
beizla náttúruna en dýrka hana.
Þessi sami maður dró víðtækar ályktanir af sambandi
náttúruskilyrða í Ameríku og menningu hinna fornu
Indíána. Norður af Mexikó er vesturströnd álfunnar
heit, en rakalítil, en austurströndin er rakamikil og
köld. Fyrir þessar sakir þróaðist lítið menningarlíf nema
í Mexikó og Miðálfu vegna þess, að á þessari mjóu
landræmu einni fór saman nægilegur raki og hiti fyrir
mikinn jurtagróður, dýra líf og manna. Síðar meir, er
Norðurálfumenn konru til sögunnar, hafði mönnum far-