Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 71
IÐUNN
Uppeldismál og sparnaður.
341
foorin fram tillaga um afnám embættis „eftirlitsmanns-
ins“ með bönkum og sparisjóðum. Fullyrt hefir veriðr
að starfið sé lítt parft, en þó einkanlega, að það væri
gersamlega vanrækt og öllum aðilum til vansæmdar
og þar að auki til beins tjóns fyrir rikið, sem laununum
nemur, en þau hafa verið hátt á 16. þús. á ári.*) En þó
enginn innan þings né utan hafi getad mælt þessari
launagreiðslu bót, hefir bókstaflega reynst ókleift að
fá þetta ómagameðlag afnumið. Hér er talandi dæmi
um tvískinnunginn og blygðunarleysið í öllu sparnaðar-
hjalinu. Dæmið er ekki tekið vegna þeirrar að vísu
fremur ógeðugu pólitísku persónu, sem við bitlinginn
er tengd, heldur til þess að sýna hirðuleysið í fjár-
meðferð fátækrar þjóðar, þegar um það er að ræða að
binda til fyigis við vissa flokka þörf, en dálítið kaupfrek
vinnuhjú. Þetta dæmi er sýnishorn margra annara af
svipuðu tæi.
Langsamlega mestur hluti af alþýðukennurum Islands
á þess aldrei kost á æfi sinni að kynnast af sjón og
reynd fullkomnari starfsháttum stéttarbræðra sinna er-
lendis. AÖ mörgum þeirra er þannig búið, að þeim
eru fyrirmunuð nauðsynlegustu bókakaup til þess að
halda við þekkingu og fylgjast eitthvað með í eigin
kenslugieinum. Þeir verða ærið margir að láta sér
náegjá það veganesti, er þeim var veitt í Kennaraskól-
ahum, og þeirrar sjálfsmentunar og reynslu, sem þeim
öx í kenslustarfinu.
En hver skilyrði eru þá þeim skóla búin til þess að
geta á hverjum tíma veitt þá þekkingu og starfsleikni
í uppeldisstefnum, vinnuformum, kensluháttum og mark-
miðum, sem efst eru á baugi og viðurkendust hjá
fremstu mentaþjóðum álfunnar?
•) Sbr. slöasta landsreikninB, 1931.