Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 77
TttUNN Geimgeislarnir. 347
geisla, sem gerðu loftið að leiðara fyrir rafmagn. i’aö
[)ótti sýnt, að geislar þessir stöfuðu af geislandi efnum,
sem leyndust, í jarðskorpunni, í mjög smáum mæli [)ö.
Það sýndi sig, að geisla-áhrifa þéssara gætti miklu
minna á höfunum, sömuleiðis yfir stöðuvötnum, og
jafnvel yfir smá-tjörnum var eins og drægi úr þeim.
Geislar pessir hlutu [)ví að stafa frá bergtegundum í
jarðskorpunni. Með sama hætti dvínuðu þessi áhrif, ef
stigiö var i lofthelg frá yfirborði jarðar. En svo var
gerð sú merkilega uppgötvun, að það var að eins' 1 hin-
um lægri loftlögum — alt að tveggja kílómetra hæð
að geislun pessi fór þverrandi. Væri stigið hærra frá
jörðu, óx hún aftur að miklum mun.
Úrslita-tilraunir um petta voru gerðar á árunum 1913
14 af pýzka eðlisfræðingnum W. Kolhörster. Af at-
hugunum sínum dró hann pá ályktun, er síðari rann-
sóknir hafa staðfest, að ástæðan til pess að geislunin
fór aftur vaxandi í hinum efri loftlögum væri sú, að
fyrir utan pá geisla, er stöfuðu frá sjálfri jarðskorp-
unni, myndi hingað til jarðarinnar berast aðrir geislar,
afar-sterkir, utan úr geimnum.
Nú var ákveðið að gera tilraunir frá tindi fjallsins
„Jómfrúin" í Sviss, en þangað var hægt að koinast með'
tannhjólabraut. Sérstaklega lék mönnum hugur á að
mæia styrkleika pessara dularfullu geisla.
Mælingamennirnir grófu sig niður í jökulinn og
bjuggu um sig í mismunandi dýpt. Dýpsta holan lá hér
um bil 10 metrum undir yfirborði jökulsins, og jafnvel
i þessari dýpt varð geimgeislanna greinilega vart. Þeir
reyndust pannig hafa geysilegan styrkleika til að brjót-1
ast gegn um jafnvel svo fast efni sem ís, og mældust
beir meira en tíu sinnum styrkari en Gamma-geislarnir.
Það kom einnig í Ijós, að styrkur peltra var breyti-