Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 84
354
Oeinigeislar.
iðunn:
alt orðið rólegt aftur og stjarnan orðin að hvítum
dverg. Ástand hennar er nú þannig, að hún hefir sama
og ekkert lofthvolf. En eftir lögum eðlisfræðinnar er
stjörnunni varnað að komast úr |iessu ástandi yfir í
annað án aðstoðar utan að komandi afla. Hún getur
ckki storknað og orðið að föstum likama, því að til
]>ess yrði hún að þenjast út og þéttleiki hennar að
minka niður í þéttleika venjulegra fastra efna. Til
þess að gera slíka útþenslu mögulega þarf orku, en eins
og sakir standa hefir stjarnan enga tiltæka orku og
verður því að hýrast áfram, í sínu núverandi úrkynjaða
ástandi.
Lengra en að þessu marki getum vér að svo stöddu
ekki rakið þróunarferil einnar stjörnu. Vér þekkjunx
ekkert seinna þróunarstig, og eðlisfræðin lætur stjörn-
unni enga ieið opna út úr þessu ástandi. Vér höfum
líka séð, að alt efnismagn stjörnunnar getur ekki um-
inyndast í geislaorku. Við ákveðið mark stöðvast út-
geislunin, og ávalt verður mikið eftir af efnismagni
stjörnunnar. Og þetta efnismagn, sem eftir verður, hefir
alveg vafalaust eitt eða annað þýðingarmikið hlutverk
aö vinna í heimsrásinni. í nágrenni sólar vorrar eru að
minsta kosti 4—5 slikir hvítir dvergar, og þar eð sólin
hefir enga sérstöðu í rúminu, lilýtur tala hvítu dverg-
anna að vera legíó. Nú hefir verið gizkað á, að hlutverk
jæssara stjarnlíka væri sem hér segir og eru þó
aðrir möguleikar hugsanlegir:
Af geislaorku þeirri, sem dreifist í allar áttir rúmsins,
myndast viðs vegar um geiminn nýjar eindir, ný efni.
Um þessa starfsemi og ofsaleik jieirra afla, sem eru þarað
\ erki, hera geimgeislarnir vitni. Hinar nýmynduðu efn-
iseindir velkjast nú stjórnlaust um geiminn, og getur
þá borið svo við, að þær komist í námunda við einn