Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 89
IÖUNN
Orðið er laust.
359
. . . Lögfræðingurinn hætti.
„Já,“ sagði vinur hans, „hetta er injög fróðlegt; afar
kynlegt. Það hefir verið undarlegt ástand hlutanna
á þeim dögum.“
M. Á. Á. þýddi.
Orðið er laust.
Þræðir.
I.
Meðal ýmsra góðra greina í 1. 2. hefti Iðunnar þ. á.
er grein eftir Kristinn E. Andrésson, er hann nefnir: Eins
og nú horfir við. Sumt er ekki alveg óskynsamlega athugað
í þessari ritsmíð, en aflur er hún ákaflega hnökrótt á köfl-
um og rnjög hæpið, að suinar fullyrðingar meistarans hafi
við rök að styðjast.
Hann segir t. d. á einum stað: „1 pann mund, er auð-
skipulagið festi hér bygð, var sveitamenning i landi, og'
eins og segir í öllum annálum, pá stóð hún á fornum og
þjóðlegum merg.“ Svo er nú það. En nú er.mér spurn, fá-
fróðum manni: Hvaða inenning var liér áður en auðskipu-
lagið festi hér bygð? Og hvenær var það, sem auðskipulag-
ið festi sér hygð hér á landi? Ég er .ekki sögufróður og
þori ekki að fullyrða neitt um þetta, sízt þegar svo lærður
maður á í hlut sem Kr. E. Andrésson. En mér hefir þó ein-
hvern veginn skilist, á því örlitla, sem ég hefi kynt mér um
þessi mál, að hér hafi veriö auðskipulag frá upphafi, eða
síðan Qarðar Svavarsson og Hrafna-Flóki höfðu hér vetrar-
setu. Hvenær hefir nokkur hlutur verið miðaður viö kjör og
Jiarfir alþýðu manna hér á tslandi? Hefir ekki frá upphafi