Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Qupperneq 93
IÐUNN
Orðið er laust.
36.!
Svona mætti lengi telja upp hin margvíslegustu stðrf,
:sem nú þykir ekki fært að hafi með höndum aðrir en
margprófaðir „kunnáttumenn", en sem sauðsvartur almúg-
inn, ómentaður og ósnortinn af Reykjavikurmenningunni,
hefir int af höndum með ]>eim árangri, sem bjargast hefir
verið við.
En Kr. E. A. þykir nú slíkt og þvilíkt liklega ekki mikils
virði og ekki bera vott um mikla eða fjölþætta menningu.
Hann um það.
III.
„Að sveitafólkinu kvað helzt ekkert, fyr en Reykjavik
hafði umskapað það og mótað. . . .“
„. . . Menn verða ekki einu sinni gjaldgengir innanlands
nema þeir hafi sitt veganesti frá Reykjavík."
Jú, mikið var, að maðurinn kom auga á þetta!!
Reykvíkingar! Mikil flón mættuð þið vera, ef þið ekki
-skoruðuð á Kr. E. A. til forustu. A. m. k. ættuð þið að
bjóða honum borgarstjórastöðuna eða einhver önnur smá-
friðindi. Pað er maður að ykkar skapi. Hann sker ekki við
neglur sér skammirnar um sveitafólkið. Hann hefir líka
komið auga á gildi Reykjavíkur og veit, hvaða ]>ýðingu hún
hefir fyrir þjóðina.
Sveitamenn! Gjafir eru yður gefnar. Magister Kristinn E.
Andrésson, bókavörður m. m., hefir kveðið upp sinn dóm
um ykkur, og hlustið nú eftir, hvað hann segir: Þið eruð
ekki gjaldgeng vara eins og þið eruð. Þið eruð svoddan
gauð, að þið getið ekki fengið að þvo fisk hjá h. f. Kveld-
úlfi eða hreinsa garnir hjá Sambandinu, fyr en Reykjavík
hefir uinskapað ykkur og inótað. — Hraðið ykkur í menn-
inguna(!), svo þið verðið sem fyrst færir um að taka þátt
í kapphlaupinu um þessar glæsilegu stöður lijá hinum miklu
fyrirtækjum.
Þið unglingar, sem enn þá eruð svo lieimskir og ráðviltir
að hjara í sveitunuin, livernig lízt ykkur á blikuna? Þið
megið svei mér fara að hypja ykkur úr sveitunum, svo eitt-
hvað fari að kveða að ykkur og þið verðið þó gjaldgeng
innanlands, hvað svo sem erlenda markaðinum liður.
Bændur! Að ykkur kveður ekkert eins og nú liorfir við.
J’að væri munur, ef þið væruð í Reykjavík. Hvað skyldi