Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Síða 100
IÐUNN
Bækur.
Daví'ö Stefámson frá Fagraskógi: / byggdnm
(kvæði). Útg. Porst. M. Jónsson. Akureyri 1933.
Ýinsum yngri skáldum er borið á brýn, að þau líkist
Davíð frá Fagraskógi. Davíð hefir hlotið þá viðurkenn-
ingu, að hann hafi mótað nýja stefnu í skáldskap 20. ald-
ar. Þegar Davíð kom fram, ungur að aldri, vakti hann á
sér athygli með léttum og ljúfuin háttum, þjóðvísnablæ,
innileika og samúð með lílilmagnanum. Hann hafði ýmis-
legt nýtt til brunns að bera. — Síðar ólgaði blóð hans, ört
og heitt, og orti hann ýms snjöll kvæði eftir suðurgöngu
sína til italíu. Ýms kvæði úr „Kvæðum" (1922) og „Kveðj-
um“ (1924) voru dagsins ljóð, — ljóð þess manns, sem sér
og finnur til og er bardagamaður i aðra röndina. Hann
liafði það til að ráðast allóþyrmilega á kirkju og presta,
en pó frekar á pað, sem fjarlægt var og litið virt á Is-
landi nútímans, eins og t. d. katólsku kirkjuna. Og einatt
Iná fyrir hinum óeiginlegu lýsingum í æfintýrablámanum,
sern sefjuðu og leiddu burtu frá dagsins iðandi önn. En
mörgum fór að þykja vænt um Davíð og lærðu kvæði eftir
hann. Stúlkurnar lærðu hin voðfeldu ástaljóð hans, en pilt-
arnir frekar hin sterkari kvæði, eins og '„Messalína",
„Með lestinni" o. fl. Davíð mátti yrkja, af því að fólkið las.
Þessi nýja ljóðabók Davíðs: „t byggðum", hefir að
geyma hátíðaljóðin frá 1930 og fjölda annara kvæða.
Stillir skáldið enn flesta sömu strengina og áöur. Hann er
léttur og ljúfur og yrkir undir þeim háttum, sem alþýð-
legir geta kallast, en leitar ekki eftir strembnum orðunr
og háttum og kaldhamrar aldrei. Stundum er hann gaman-
samur margar blaðsíður í röð, eins og t. d. í kvæðinu:
„Sálin lians Jóns míns“ og víðar.
Mörg falleg kvæði eru í þessari bók Davíðs. En ég býst
vi 3 því, aö k/æðið: „Lofið þreyttum að sofa“ verði eitt
af þeim vinsælustu og lært af mörgum. Það er innilegt og
iu:rri ar.gurvært kvæði, sem vafalaust getur komið ein-