Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 103
IÐUNN
Bækur
373:
Vonandi á Davíð eftir að ráðast á eitthvað, sem nálægt
honum er, einhverja drauga, sem ganga ljósum logum um
bygðir. Hann býr yfir mætti orðsins.
En eins og hann kemur fram í dag, hefir hann sterka.
löngun til þess að ganga afsíðis, leggjast í grasi gróna
laut og leggja eyrun við, þegar „silfurbjöllunum er hringt
til helgra tíða“ „í hamrahöllunum". Hann segist vilja
„fara eitthvað langt, langt í burt, svo enginn geti að mér
sótt, enginn tii mín spurt, engin frétt, engin saga eyrum
mínum náð,“ þar sem „alt er undrum vafið og æfintýra-
blátt".
Petta þrá margir fieiri en Davíð, en það er ^vafasamt,.
hvort þetta er gagnlegur boðskapur eða tjáning þess skálds,.
sem ef til vill á flesta lesendur af skáldum, sem nú yrkja
á íslenzku. Ég held, að ef Davíð vill stefna fólksstraumn-
um aftur til sveitanna, verði kvæði hans að snúast um
komandi, dugandi, lífsglaða og þróttmikla menn, sem byggja
nýja bæi, glæsilega, rækta með nýtizku áhöldum og að-
ferðum, vinna og hvilast í frelsi náttúrunnar.
Við viljum ekki heyra eingöngu söknuðinn í orðum skáld-
anna, ekki sjá bæjarburstirnar hverfa og blómlegar jarðir
leggjast í eyði, heldur heyra söng framtíðarinnar, bjartan
og skæran. Gunnar M. Magnúss.
Heiduindar. Kvæði eftir Jakob Thorarensen.
Reykjavík 1933.
Jakob Thorarensen er þektari en svo, að þörf sé að kynna
hann íslenzkum lesendum. Hann á sér söfnuð — flokk
manna, sem gripur feginshendi við hverri nýrri bók frá
honum og tekur hann jafnvel fram yfir öll önnur núlifandl
skáld. Dáendur hans mun frekar að finna meðal hins íheldn-
ari hluta þjóðarinnar (þetta kemur ekkert við flokkaskift-
ingu í stjórnmálum), enda er J. Th. enginn nýjungamaður
í kveðskap sínum og hirðir ekkert um að tolla í tízkunnL
Hann heldur áfram línunni frá hinum eldri skáldum, svo
sem Bjarna Thorarensen og Grími Thomsen, og minnir
oft á þá, þótt sjálfsagt sé hann ólíkur þeirn, í ýmsu. Enginn
getur t. d. lesið kvæði hans „Á Breiðamerkursandi" án
þess að minnast kvæðis Gríms um Sólheimasand, og mættt
nefna fleiri dæmi, ef rúm væri til.