Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 106
376
Bækur.
IÐUNN
sótarans og Til hrafnsins — hvort tveggja sniðug kvæði
með skýrum einkennum höfundarins.
Jakob Thorarensen er nokkuð forn í skapi og rammur sér-
hyggjumaður. Félagslegar dygðir metur hann varla mikils.
Ég gæti bezt trúað, að frá hans bæjardyrum séð muni fé-
lagshyggja nútímans frekar teljast til ódygða en dygða.
Hugsjón lians er að gnæfa yfir flatneskjuna, einangraður,
umleikinn stormum, frerum og sól. I kvæðinu. um Herðu-
breið orðar hann þetta svo:
— þín löngun að rísa og ljóma,
þinn launhugi, að gefa ekki urn skjól,
en gnæfa að tiginni göfgi,
hvort gaddhríðar ríkja eða sól.
Þessa eiginleika dáir hann mest hjá drottningu öræfanna.
Það er hans eigin launhugi, sem gægist þarna fram. Ein-
hverir kunna að telja það vafasamt, hv'ort þessi sterka
sérhyggja verði með kostum talin, þótt hjá skáldi sé.
Tíminn krefst kannske annars fremur en taumlausrar sjálfs-
byggju nú, þegar sjálfbyfgingsháttur einstaklinga og þjóða
virðist vera að steypa heiminum; í glötun. Við lestur kvæða
J. Th. getur okkur stundum fundist full-bratt og sjálfbyrgt
á honum risið. Við getum fundið upp á að óska þess, að
hann hleraði betur eftir æðaslögum tímans og legði lið sitt
þeirri viðleitni, sem vill koma skynsamlegri og réttlátri
skipun á sambúð mannanna á þessari jörð. Við kynnum
yfirleitt að óska okkur hann öðru vísi en hann er. Og þó
eru slíkar kröfur fásinna og ekkert annað. Hann heldur
sína götu og verður að gera það. Og hann er maður með
sérsvip, maður með andlit, auðþektur hvar sem hann fer.
Væri hann horfinn úr íslenzka skáldahópnum, myndi okkur
þykja að honum sjónarsviftir.
Á. H.
)
Gu'ömundur Danlelsson frá Guttormshaga:
Ég heilsa pér (kvæði). Reykjavík 1933.
Þegar Matthías Jochumsson var á aldri Guðmundar Daní-
elssonar, var engan farið að dreyma um það, að hann yrði
ódauðlegur í íslenzkum bókmentum. Á þeim aldri hafðil
Matthías að eins ort skólaminni og annað slíkt.