Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 107
IÐUNN
Bækur
377'
Pað væri því ósanngjarnt að dæma unga menn mjög hart,.
þó að þeir komi ekki fram sem fullþroskuð skáld, er þeir-
rétta fram fyrstu bók sína, rúmlega tvítugir, og heilsa.
Kvæðju Guðm. Dan. má taka hlýlega. Hann er barn vors
og ásta og berst á öldum þeim, sem nú risa. Og þó að
skaðlaust hefði verið, bæði fyrir höf. og þjóðina, að sleppa.
nokkrum kvæðum úr bókinni, þá er vafalaust, að bókin í
heild her merki þess, að höf. getur ort vel og sagt margt
fallega. Hann á því láni að fagna að detta stundum niður á
setningar, sem aldrei koma eins úr penna nokkurs manns..
Ég tel hann hiklaust fremri þeim nýliðum, sem óg hefi séð
ljóðabækur eftir í haust, en sumum þeirra hefir verið
ritað óeðlilegt lof.
Nokkur kvæði má nefna, sem benda á það, að Guðm. eigi
tvíinælalaust tilverurétt og framtíð sem skáld. En ég vona,
að honum fari fram. „Vormorgunn" er fagurt kvæði og
innilegt. „Jökulgil", „Vegamaðurinn", „Kaupakonur" o. fl..
eru skemtileg kvæði. — Þegar Guðm. Dan. gefur út næstu
bók sína, eftir þrjú ár eða svo, tel ég víst, að hann eigi
mörgum góðum lesendum að fagna. Hann á það skilið.
Gunnar M. Magnúss.
Gudmundur Gislason Hagalin: Kristrún-
í H a mravili. Útgef. Þorst. M. Jónsson..
Akureyri 1933.
Það mun hafa verið álit sumra manna, að ekkert nýti-
legt gæti komið fram í íslenzkum bókmentum utan liöfuð-
staðarins. Og neitað verður því ekki, að alt það helzta,
sem út hefir komið, höfum við fengið frá Reykjavík. En
á þessu er auðsjáanlega að verða nokkur breyting á siðustu
árum. Akureyri — eða réttara sagt Þorst. M. Jónsson — er
að taka upp samkeppnina við höfuðstaðinn. Nú er svo
komið, að frá Akureyri kemur meiri partur þeirra bóka,
er nokkra verulega athygli vekja. Nægir þar að henda á
bók Davíðs Stefánssonar, „1 hygðum", „Fótatak manna"
eftir H. K. Laxness og ofannefnda bók Hagalíns. Þorst. M.
Jónsson sýnist vera að safna um sig öllum helztu rithöf-
undum þjóðarinnar, og hann er að verða stórvirkasti og
vandfýsnasti bókaútgefandi á landi hér. —
Norður á Hornströndum, i þeirri vík Hamravík, býr sú.