Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 109

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 109
IÐUNN Bækur. 379 En það er ekki laust við, að hann Falur mæði hana móður sína. Gamla konan er komin að fótum fram og vill hafa fjölskyldumálin klöppuð og klár sem fyrst. Eftir hverju var hann að bíða, skepnan? Með hana Anítu var alt í stakasta lagi. Hún gekk parna um bæinn, iðandi af lífi og náttúrlegum kvenmannsins óróa. Það var svo sem ekki hætta á því, að hún Aníta sneri í hann skutnum, ef hann á annað borð gerði sig líklegan til að leggja að henni. En hins vegar er snarkringla veraldarinnar ekki lengi að snúast, og svo er um manneskjunnar þanka og tilhneigingu, ef hún er forsmáð og fótum troðin. Hann Falur reynist mesta deyfðarskepna; hann er með alls kyns umþenkingar og véringar og sýnir svo fráinunalegt að- burðaleysi í þessu velferðarmáli, að garnla konan sér sig til neydda að tala utan í hann hvað eftir annað. „Og þær bíta ekki bráðfeitari eða beltistækari en svona á krókinn þinn, hvort sem þú dorgar í honum Tangakaupstað eða vestur í henni Straumavík." Og þar kemur, eftir margar og alvarlegar brýningar, að hún Kristrún gamla heyrir framan úr eldhúsinu „þau margvíslegustu hljóð, hlátur, kvein, hrinur, ískur ... já, 'svo sannarlega hreinasta ískur!“ Þau mundu vera auðþekt, þessi kvenmannsins hljóð. Og gamla konan réttir sig upp, frekar svona hýr ú bragði, nær í Passíusálmana ofan af hillu, en þangað hafði hún hent þeim og þar höfðu þeir legið í eins konar útlegð og reiðileysi frá þeiin degi, er hún rak yfirvaldið af höndum sér og fékk í staðinn helt yfir sig skensi og skolíónum. Nú vefur hún utan um þá hreinni rýju og leggur þá varlega ■undir koddann sinn. Svo líður og bíður, og einn dag ber gest að garði i henni Hamravík. Sá er með svarfan, barðastóran hatt á höfði, rétt eins og franskur skipherra, með hvítan standkraga um háls, danska blankskó á fótum; undir yfirhöfninni er hann i klæðistreyju svartri, hneptri upp í háls, og hnappar allir yfirdregnir og andlegir á svipinn. I annari hendi ber hann stássvaðsekk úr svörtu skinni, í hinni gljáandi krókstaf. En sjálfur er gesturinn eins og kliptur út úr henni Jobs>- bók og hlaðinn allri veraldarinnar sút, með brúnt yfir- ■skegg, sem hékk svo ógnar mæðulega ofan með munn- vikunum. Henni Kristrúnu lízt maðurinn eins og hreyfan-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.