Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Side 113
IÐUNN
Bækur.
383:
vopnum sínum í þessari síðustu bók: „Fótatak manna.“'
Hann er háðskur, bitur, ísmeyginn, en bregður tíðuni yfir
sig huliðshjálmi, svo að hann sést þá ekki, er hann vegur„
Fyrsta sagan er: „Ungfrúin góða og Húsið.“ Höfundur
bregður ýmist fyrir sig góðlátlegri gamansemi eða nöpru
háði, þar sem hann flettir ofan af þeim, sem sífelt eru að
vandræðast út af mannorðsblettum annara, en vantar sjálfa
hreinleikann. Þetta er saga um fjölskyldu, sem hefir það á.
tHiinningunni, að það sé „betra fólk“, og lífsbarátta þess
gengur út á það árum saman, að breiða yfir hneigðir
ungrar stúlku til ástalífs og reyna að koma i veg fyrir, að
afleiðingarnar af hátterni ungfrúarinnar góðu spilli heiðri
fjölskyldunnar. En þrátt fyrir framúrskarandi og lofsverðar
tilraunir, tekst engum mætti, sem fólk þetta á yfir að ráða,„
að koma í veg fyrir það, að ungfrúin eignist tvö börn, með
nokkurra ára millibili og sitt með livorum — hið seinna
jafnvel með útþvældum barnamanni og fátækling þar í.
þorpinu. En hliðinu á girðingunni milli systrahúsanna er
lokað ramlega, eftir að ungfrúin. hefir dregið fólkið sitt
niður í skítinn með því að giftast hálfgerðum vesaling,,
Hans búðarmanni, út úr sárum vandræðum ættarinnar.
„En það er ekki svo auðvelt að. sigra léttúðina," ;segir
höf., „fyrr en varir er sú léttúð, sem maður hefir barist á
móti í næsta húsi, orðin gestur í manns eigin húsi.“
Þetta sannast átakanlega á hinni .umhyggjusömu og
strangheiðarlegu systur ungfrúarinnar góðu. öllu baslinu
til þess að viðhalda mannorðinu er lýst með vorkunnsamri
gamansemi. Ýmsir kaflar í þessari sögu, eins og víðar í
bókinni, eru afburðafagrir. Hér. er svolítill kafli, sem skýr-
ir frá því, er ungfrú Rannveig hefir eignast fyrra barn sitt:
.... Það var fagur sveinn, augu hans voru blá, en þegar
hann svaf, horfði hún á, hve hvítur hann.var og sæll. Hún
vakti yfir honum og elskaði hann. Fyrstu dagana i júní
stóð hún með son sinn í túni föður síns, fögur á ný, og sól-
in helti geislum sínum yfir móður og son, fuglarnir sungu..
Ekkert gat verið jafn-óbrotið og tilhaldslaust í fegurði
sinni og ekkert um leið fjær þeirri liugmynd að biðja af„--
sökunar á tilveru sinni; ekkert virtist heldur vera af hærra-.
aðli en sú ást og fegurð, sem lýsti af móður og syni I.
hinu græna túni.