Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Page 117
IÐUNN
Bækur.
387
8—10 árum, sem þessi bók gefur. Bréfið á prentsmiðju-
dönsku er meinlaus hégómi, appendixinn sömuleiðis, bað-
hússbréfið kátleg skapgerðarmynd og merkilegt stílsýnis-
horn, kamarskaflinn í bréfi til Vilmundar innskot, sem rýfur
rarnma bréfsins, sem að öðru leyti er merkilegt. Og hitt,
sem þá er eftir, er talsvert meira virði en sem nemur verði
bókarinnar, bæði fyrir þá, sem hneykslast, og hina, sem
hneykslast ekki. Því skoðuð sem hneykslunarefni er bókin
bæði óbrigðul og hræódýr og sem bókmentir meira virði
en hún kostar, miðað t. d. við „Bréf frá Ingu“, sem þrátt
fyrir himneskan uppruna sinn og fróman tilgang, eru ein-
hvern veginn þannig, að mann langar til þess að ráða íbú-
um himnanna til þess að leggja eitthvað annað fremur
fyrir sig en bréfaskriftir.
Sigurdur Einarsson.
Chr. Matras: Heimur og heima.
Tórshavn 1933.
Færeyingar eru sennilega meðal ljóðgefnustu þjóða heims.
Engin þjóð mun eiga jafnmikið og þeir af þjóðkvæðum,
ef miðað er við fólksmergð. Þjóðkvæðin hafa lifað í hugum
og á vörum þjóðarinnar, en eigi varðveizt á bókfelli. Þau
hafa verið helzta dægradvöl þjóðarinnar og sungin undir
þjóðdönzum hennar; og þau hafa alið þjóðina upp til skáld-
legs þroska kynslóð eftir kynslóð. Enda eiga Færeyingar
furðulega rnikið af verulega góðum skáldum. Má nefna sem
dæmi af núlifandi kynslóð þá Djurhuus-bræður, Jóannes
Patursson, Símun av Skarði, Mikkjal á Ryggi og loks hið
unga og glæsilega skáld, Christian Matras dr. phil. Hann
hefir þegar gefið út tvær bækur: „Grátt, kátt og hátt“ og
„Heimur og heima". Kom hin síðarnefnda út s. 1. vor.
Dr. Matras er einn og þrennur. Hann er visindamaður,
skáld og Færeyingur. Þessa þrenningu, sem er heilög á
sinn hátt, sameinar hann í einingu, merkilega listrænt og
fast. Hann hefir skrifað doktorsritgerð um færeysk örnefni,
og meðferð málfræðingsins á þeim verður slík, að þau birt-
ast Iesandanum sem færeyskur skáldskapur, eftir að hafa
farið um hendur hans. Skáldið veitir ritum vísindamannsins
líf og lit, og visindainaðurinn eykur í staðinn fjölkyngi
skáldsins í meðferð máls og auð þess af orðum.