Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 117

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1933, Blaðsíða 117
IÐUNN Bækur. 387 8—10 árum, sem þessi bók gefur. Bréfið á prentsmiðju- dönsku er meinlaus hégómi, appendixinn sömuleiðis, bað- hússbréfið kátleg skapgerðarmynd og merkilegt stílsýnis- horn, kamarskaflinn í bréfi til Vilmundar innskot, sem rýfur rarnma bréfsins, sem að öðru leyti er merkilegt. Og hitt, sem þá er eftir, er talsvert meira virði en sem nemur verði bókarinnar, bæði fyrir þá, sem hneykslast, og hina, sem hneykslast ekki. Því skoðuð sem hneykslunarefni er bókin bæði óbrigðul og hræódýr og sem bókmentir meira virði en hún kostar, miðað t. d. við „Bréf frá Ingu“, sem þrátt fyrir himneskan uppruna sinn og fróman tilgang, eru ein- hvern veginn þannig, að mann langar til þess að ráða íbú- um himnanna til þess að leggja eitthvað annað fremur fyrir sig en bréfaskriftir. Sigurdur Einarsson. Chr. Matras: Heimur og heima. Tórshavn 1933. Færeyingar eru sennilega meðal ljóðgefnustu þjóða heims. Engin þjóð mun eiga jafnmikið og þeir af þjóðkvæðum, ef miðað er við fólksmergð. Þjóðkvæðin hafa lifað í hugum og á vörum þjóðarinnar, en eigi varðveizt á bókfelli. Þau hafa verið helzta dægradvöl þjóðarinnar og sungin undir þjóðdönzum hennar; og þau hafa alið þjóðina upp til skáld- legs þroska kynslóð eftir kynslóð. Enda eiga Færeyingar furðulega rnikið af verulega góðum skáldum. Má nefna sem dæmi af núlifandi kynslóð þá Djurhuus-bræður, Jóannes Patursson, Símun av Skarði, Mikkjal á Ryggi og loks hið unga og glæsilega skáld, Christian Matras dr. phil. Hann hefir þegar gefið út tvær bækur: „Grátt, kátt og hátt“ og „Heimur og heima". Kom hin síðarnefnda út s. 1. vor. Dr. Matras er einn og þrennur. Hann er visindamaður, skáld og Færeyingur. Þessa þrenningu, sem er heilög á sinn hátt, sameinar hann í einingu, merkilega listrænt og fast. Hann hefir skrifað doktorsritgerð um færeysk örnefni, og meðferð málfræðingsins á þeim verður slík, að þau birt- ast Iesandanum sem færeyskur skáldskapur, eftir að hafa farið um hendur hans. Skáldið veitir ritum vísindamannsins líf og lit, og visindainaðurinn eykur í staðinn fjölkyngi skáldsins í meðferð máls og auð þess af orðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.