Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 23
Æ G I R
157
Tafla XIII. Yeiðiaðferðir stundaðar í Austfirðingafjórðungi
í hverjum mánuði 1948 og 1947.
Botnvörpu- veiði i ís Foskv. m. lóð og net. Dragnóta- veiði Sildveiði m. herpinót ísfiskflutn. o. fl. Samtals 1948 Samtals 1947
Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa H -r. Tala skipa Tala skipv. Tala skipa Tala skipv.
Janúar 3 92 » » » » 9 107 » » 12 199 12 138
Febrúar 8 137 27 297 » » 3 48 2 16 40 498 27 303
Marz 11 163 40 354 » » » )) 3 22 54 539 37 347
April 3 92 42 370 » » » » » » 45 462 37 347
Mai 7 131 47 328 4 23 » » 1 8 59 490 3? 354
Júni 4 103 66 249 13 68 1 9 » » 84 429 65 244
Júli 3 92 72 255 14 72 25 370 » » 114 789 98 670
Ágúst 3 92 76 267 13 64 25 370 » » 117 793 98 670
September 3 92 48 210 12 61 » » 1 8 64 371 66 321
Október 8 140 41 245 7 38 » » 3 23 59 446 37 229
Nóvember 3 91 29 264 » » » » » » 32 355 20 194
Desember 3 92 20 204 » » » » » » 23 296 25 243
í sama mánuði. Um haustið var einnig
töluvert meiri þátttaka í þessum veiðum
en árið áður, og voru t. d. i október gerðir
út 41 bátur og í nóvember 29, en í sömu
mánuðum árið áður aðeins 26 og 14. Var
þetta meðal annars af því, að tiltölulega
auðvelt var fyrir bátana að losna við afl-
ann um þetta leyti, bæði vegna aukningar
á frystihúsum í fjórðungnum og eins
vegna þess, að nokkuð var um isfiskút-
flutning um haustið.
Eins og annars staðar á landinu varð
nú þátttakan í dragnótaveiðinni meiri en
árið áður, og voru bátarnir flestir í júlí-
mánuði, 14 að tölu. Hélzt sú þátttaka svip-
uð allt siimarið. Árið áður höfðu aðeins
7—8 bátar stundað þessar veiðar.
Framan af árinu, meðan vetrarsíldveið-
in í Faxaflóa stóð yfir, voru 9 bátar, sem
stunduðu þessar veiðar frá Austfirðinga-
fjórðungi og um sumarið fóru 25 bátar til
síldveiða, en það var 2 færra en verið
hafði árið áður. Enginn bátur frá Aust-
fjörðum fór til vetrarsíldveiða í Faxaflóa
um haustið. Síldveiðar með reknetjum
voru ekki stundaðar af neinum bátum á
árinu. Hins vegar fóru nokkur skip til ís-
fiskflutninga á vertíðinni og aftur um
haustið, svo sem áður getur. Voru þau þó
ekki fleiri en 3, þegar flest var.
Gæftir og aflabrögð. Útgerð á vetrarver-
tíð í Austfirðingafjórðungi hefur að jafn-
aði verið mest frá Hornafirði, enda hafa
flestir bátar frá norðurfjörðunum ýmist
komið þangað til vertíðarróðra eða flutt
sig til Suðurlands. Að þessu sinni gengu
16 bátar frá Hornafirði eða 3 fleira en árið
áður. Róðrar hófust þar ekki fyrr en í
byrjun febrúar og voru gæftir slæmar, en
afli allgóður framan af. Hins vegar hindr-
aði það mjög sjósókn, að breytingar urðu
á útsiglingunni og mynduðust nýjar
grvnningar, sem ollu bátunum miklum
erfiðleikum. Bæði þetta og einnig afla-
tregða um miðbik vertíðarinnar olli því;
að vertíðin varð yfirleitt rýr. Þó kom hlaup
seint á vertíðinni eða um vorið, en það
nýttist illa sökum þess, að flestir bátanna
höfðu þá haldið heim.
Um mörg undanfarin ár hefur mest
af þeim fiski, sem komið hefur á land
í Hornafirði, verið flutt út isvarið, að
undanteknu árinu 1947, en þá var tölu-
vert mikið um söltun þar. Af því fékkst
þó svo slæm reynsla, að menn voru
tregir til að hefja söltun i stórum stíl