Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 24
158 Æ G I R íiftur, og varð úr, að hafðir voru bát- ar í flutningum frá Hornafirði til norð- urfjarðanna. Var fiskurinn ýmist fluttur nýr til söltunar eða frystingar þar norður- frá eða þá að saltfiskurinn var fluttur norðureftir. Að sjálfsögðu er hér uni að ræða vandræðaástand, sem óhjákvæmilega verður að bæta úr, ef Hornafjörður á að eiga framtíð fyrir sér sem verstöð, en hin auðugu fiskimið þar liti fyrir hljóta að gera það að verkum, að þaðan verður stunduð mikil útgerð svo framarlega sem skilyrðin í landi leyfa. Verður óhjákvæmi- legt að koma upp frystihúsi á Hornafirði og skapa aðstöðu til betri hagnýtingar aflans. Útgerð frá Djúpavogi og Fáskrúðsfirði hefur farið heldur vaxandi undanfarið, og var afli þar nii góður, þótt gæftir væru oft heldur stirðar. Sama var að segja um Stöðvarfjörð. Frá Fáskrúðsfirði var að sjálfsögðu alllangt að sækja til fiskjar, þar sem venjulega varð að fara alla leið suður í Lónsbugt. Um vetrarútgerð frá fjörðun- um norðar var ekki að ræða frekar nú en endranær. Töluvert mikið var um vor- og sumar- róðra á Austfjörðum, og var afli þá yfir- leitt mjög góður á grunnmiðum, en þar voru veiðarnar aðallega stundaðar af smá- um bátum, opnum vélbátum og litlum þiljubátum. Afli á dragnótaveiðum um sumarið varð aillgóður á köflum, einkum veiddist mikið af steinbít í dragnótina. Um haustið var aðallega stundaður sjór á suðurfjörðunum og var afli þá ágætur og mest af fiskinum flutt út ísvarið. Ekki hefur áður verið stundaður sjór frá Hornafirði á haustin sem teljandi væri, en að þessu sinni voru stundaðir þar sjó- róðrar og gafst vel, þar sem afli var sæmi- legur. Má gera ráð fyrir, að fiskur sé á þeim slóðum allt árið um kring, og mætti stunda þar veiðar með góðum árangri. 2. Síldveiðin. Þegar árið 1948 hófst, stóðu yfir síld- veiðar í Hvalfirði, og voru aflabrögð þar betri en dæmi mun vera til um síldveiðar hér við land. Hvað síldveiðarnar snertir, var þetta þvi eitt aðaleinkennið á árinu 1948. Annað atriði, sem einkenndi síld- veiðarnar á þessu ári, var það, hversu sumarsíldin fyrir Norðurlandi brást ger- samlega. Má glöggt af þessu sjá, hversu mjög er óvíst um sildveiðarnar, þar sem vetrarsíldin reyndist svo vel, öllum að óvörum, en hins vegar sumarsíldin brást svo gersamlega, sem oftast áður hefur gef- ið góða og oft ágæta raun, ef frá eru tekin nokkur næstliðin ár. En síldin sýndi í þetta skipti eins og oft áður, að ógerning- ur er að segja nokkuð fyrir um það, hversu veiðin muni verða og einnig hitt, að hún getur brugðizt illilegar en nokkur annar fiskur, og einnig getur hún gefið meiri veiði en nokkur annar fiskur. Skal nú hér fyrst gerð nokkur grein fyrir sumarsíldveiðinni við Norðurland. A. Sumarsíldveiðin. Vegna þess hversu aflinn á sumarsíld- veiðunum hafði brugðizt undanfarin ár, eða allt frá þ%d árið 1945, fóru menn sér yfirleitt hægar um þátttöku i síldvciðinni sumarið 1948. Árið 1947 höfðu fleiri bát- ar stundað síldveiðar en nokkru sinni fyrr, eða 264 alls, en árið 1948 lækkaði þessi tala niður í 242 (samanber töflu XIV). Var hér uin að ræða mjög svipaða þátl- töku og árið 1946, en þá var tala bátanna 246, e'ða 4 fleiri en 1948. Brúttó rúml. tala þessa flota var nú 19 825, og var það um 800 rúml. minna en árið áður. Sam- svarar það því, að meðalstærð hvers skips hafi verið 82 rúml., en það er 4 rúml. meira en árið áður. Hins vegar fækkaði tölu skipverjanna allmikið og meira en hátatalan gefur tilefni til að ætla. Stafar það af því, að tiltölúlega fleiri bátar voru nú með hringnót en áður. Hins vegar var tala herpinótabátanna tiltölulega hærri nú en árið áður, þar sem ýmsir þeirra báta, sem áður stunduðu veiðarnar tveir um nót, höfðu m'i hringnót. Voru næturnar alls 236 að tölu á móti 254 árið áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.