Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 44

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 44
178 Æ G I R óbreytt. A árinu 1947 komu takmarkanir þær, sem settar voru á löndun íst'isks sam- kvæmt samkomulaginu ekki að sök, þar sem ekki kom til að afgreiddur væri meiri fiskur en samkomulagið gerði ráð fyrir i hverjum mánuði. Hins vegar var það al- veg óhjákvæmilegt að á árinu 1948 hlyti slíkur samningur að leiða af sér að togar- arnir yrðu að takmarka veiði sina yfir þetta tímabiJ vegna þess, hversu þeir voru nú orðnir margir og afkasta-miklir. Það Jiafði því úrslitaþýðingu fyrir relcstur tog- aranna, þegar samningurinn var gerður um togaralandanirnar í Þýzkalandi. Fóru fyrstu landanirnar þar fram í 1 ok apríl- mánaðar, en eftir það og fram undir haustið var meginliluta togarafisksins beint þangað, enda yfirleitt á sumrin og haustin þægilegast fyrir togarana að veiða þær fisktegundir, sem hentugastar eru fyrir þýzlva markaðinn. Verðinu á fiskinum, sem sendur var til Þýzkalands, var skipað með allt öðrum Irætti en á brezka markaðnum, þar sem gildir hámarksverð, en fiskurinn annars seldur á uppboði. Samkvæmt samningi þeim, sem gerður var um söluna á fiski til Þýzkalands, var ákveðið verð selt á fisk- inn miðað við það, að hann væri kominn að brygg'ju þar, og var það verð £ 40 fyrir bverja smálest af fiski slægðum og haus- uðum, það er að segja bolfiski. Undan- tekinn var þó steinbíturinn, sem varð að afgreiðast með haus, og var verðið £ 35. Sama var um flatfiskinn, að verðið á lion- um var aðeins £ 35. Gætir hér því mjög mikils mismunar í því hvað greitt er fyrir hinar ýmsu fisktegundir á þýzka og enska markaðinum. T. d. eru flatfisktegundirnar jafnaðarlega greiddar með tvöfalt og þre- falt hærra verði á brezka markaðinum, en með lægra verði aftur á þýzka markaðn- um, heldur en bolfisktegundirnar. Var þessi verðákvörðun mjög þýðingarmikil fyrir togarana, þar sem þeir gátu nú fengið sama verð t. d. fyrir ufsa og karfa annars vegar og aðrar bolfisktegundir liins vegar, en hinar fyrrnefndu hafa jafnaðarlega ver- ið með Iágu verði á brezka markaðinum og oft ill seljanlegur yfir sumartimann, en hins vegar þá oft tiltölulega auðvelt að afla mikið af þessum fisktegundum. Meðalverð brúttó á öllum ísvarða fisk- inum yfir árið varð að þessu sinni kr. 1.06 pr. kg, sem er 5 aurum lægra en var árið áður. Hefur meðalverðið yfirleitt far- ið lækkandi undanfarin ár, enda liefur há- marksverðið á brezka markaðnum svo sem kunnugt er farið lækkandi. í janúarmán- uði var það kr. 1.22, en lækkaði svo í fe- brúar niður í kr. 1.09, en komst síðan hæst í marzmánuði upp í kr. 1.25, og var það hæsta meðalverð ársins. Eftir það fór verðið heldur lækkandi, enda fór þá að gæta mjög hversu mikið var flutt á þýzka markaðinn, en verðið þar var yfirleitt heldur lægra en á brezka markaðnuin. Komst meðalverðið lægst í júlímánuði í kr. 0.94, en var yfirleitt það, sem eftir var ársins, ýmist rétt fyrir ofan eða rétt fyrir neðan kr. 1.00 pr. kg. Á brezka markaðnum var verðið yfir- leitt allhátt á árinu, ef miðað er við árið áður, og var meðalverðið yfir allt árið kr. 1.19 samanborið við kr. 1.11 árið áður. Þessar tölur eru þó ekki með öllu sam- bærilegar, þar sem töluverður munur var á því, hvaða fisktegundir voru fluttar á brezka markaðinn á árinu 1948 og árinu 1947. Leituðust þau skip, sem sigldu á brezka markaðinn yfirleitt við að liaga veiðum sinum þannig, að sá fiskur, sem æskilegast var að flytja á brezka markað- inn, aflaðist heldur og náðist þar af leið- andi yfirleitt hærra meðalverð en ella hefði orðið, eða ef eins hefði staðið á og árið 1947, þegar allur fiskurinn var fluttur á brezka markaðinn. Var meðalverðið mán- aðarlega yfirleitt milli kr. 1.20 og 1.40 og komst meira að segja í ágústmánuði upp í kr. 1.42, og var það hæsta meðalverð ársins. Lægst varð meðalverðið í nóvem- bermánuði, aðeins kr. 0.94 pr. kg, en hækkaði síðan aftur í desember upp í kr. 1.40 pr. kg. Meðalverðið í Þýzkalandi var ;eins og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.