Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 7

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 7
Æ G I R 141 telja að full þátttaka væri komin í þær veiðar fyrr en seint í marz eða byrjun apríl, en í aprílmánuði var tala bátanna 328 og í maímánuði 398, enda var þá til- tölulega mest þáttaka hinna smærri þilju- báta og opnu vélbátanna, en flestir þeirra stunda þessar veiðar. Um sumarið var þátt- takan í þessum veiðum nokkru meiri en verið hafði árið áður vegna meiri þátttöku smærri bátanna, sem áður getur. Þátttakan i dragnótaveiðinni var nokkru meiri nú en árið áður og undanfarin ár, sem stafar meðal annars af því, að auð- veldara var nú að afsetja aflann, sem aðal- lega var flatfiskur og einnig ýsa og stein- bítur, vegna þess hversu mörg frystihús voru starfrækt um sumarið og mikið kapp var lagt á að frysta sem mest af flatfisk- i inum. Á vetrarvertíðinni voru tiltölulega fáir bátar, sem stunduðu þessar veiðar eða um og yfir 20, en þegar landhelgin var opn- uð í byrjun júní fjölgaði bátunum mjög svo sem jafnan áður, og urðu flestir í júní- mánuði 88 að tölu. Um sumarið og fram á haustið, meðan landhelgin var opin, eða til loka nóvember, var þátttakan allmikil eða mesta 82 í júlimánuði, en minnst í nóvem- ber 54 bátar. Vegna vetrarsíldveiðanna i Faxaflóa veturinn 1947—1948 stundaði fjöldi báta herpinótaveiði framan af árinu í mánuð- ununi janúar og febrúar, en veiðunum lauk með öllu í byrjun marzmánaðar. Voru bál- arnir flestir í janúar 122 að tölu, en fór eftir það heldur fækkandi, enda fóru þeir að tínast smámsaman til þorskveiða, þegar vertiðin hófst, þó þátttakan í vertíðar- þorskveiðunum væri mun minni framan af vertíðinni vegna síldveiðanna. Um sum- arið var þátttakan í síldveiðunum nokkuð minni en verið hafði árið áður, eða rúml. 240 bátar á móti rúml. 260 bátum. Um ‘ haustið eða fyrri hluta vetrar bjuggu margir bátar sig til sildveiða í von um vetrarsíld, og voru taldir 50 bátar í desem- bermánuði, en sem kunnugt er brást sú veiðivon því nær með öllu. Sildveiði með reknetjum var mjög lítið stunduð á þessu ári og aðallega þá um haustið í Faxaflóa, en þær veiðar brugðust því nær alveg. Nokkur skip voru i ísfiskflutningum á vertíðinni og um haustið, og var hér aðal- lega um að ræða gömul gufuskip og hin stærri mótorskip. Rannsóknarstofa Fiskifélagsins starfaði með sama hætti og undanfarin ár og við óbreytt skilyrði. Rannsóknir á framleiðslusýnishornum frá fiskiðnaði og útflutningssýnishornum af sjávarafurðum voru enn sem fyrr tíma- frekastar af verkefnum rannsóknarstof- unnar. Alls var mælt A-vitamin í 831 sýnis- horni af aðsendum lýsissýnishornum, aðal- lega þorskalýsi, en auk þess var gerð full- komin efnagreining á 99 sýnisliornum af þorskalýsi, sem flutt var út. Rannsökuð voru 118 sýnishorn af fisk-, síldar- og hval- mjöli, þar af 50 sýnishorn til útflutnings. Auk þessa bárust rannsóknarstofunni all- mörg sýnishorn af síldarlýsi, hvallýsi og hvallifur til rannsóknar. Prófað var þanþol í allmörgum sýnishornum af netjagarni og rannsakaðar efnavörur til fúavarnar netja. Af upptalningu þessari má sjá, að fjöldi þeirra sýnishorna, sem rannsóknarstof- unni eru send, eykst stöðugt og krefst æ meiri hluta af starfstíma sérfræðinganna. Framkvæmdar voru á vetrarvertíðinni kerfisbundnar rannsóknir á lifraraflanum i 4 stærstu lifrarbræðslunum á Suður- og Suð-Vesturlandi. Var safnað daglegum sýnishornum af lifur hjá þessum bræðsl- um og meðaltals sýnishorn fyrir hverja 8 daga síðan rannsökuð með tilliti til lýsis- magns og annarra eiginleika. Alls var safn- að í þessu skyni 179 lifrarsýnishornum. Haldið var áfram rannsókn á sýnishorn- um af saltsild, sem söltuð var i tilrauna- skyni á Siglufirði sumarið 1947. Rann- sóknir þessar voru framkvæmdar á vegum Síldarútvegsnefndar og samkvæmt beiðni hennar. Þegar síldveiðin hófst í Hvalfirði haustið 1947, voru hafnar kerfisbundnar rann- sóknir á efnahlutföllum síldaraflans. Rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.