Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 58

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 58
192 Æ G I R ári'ð áður byggist aðallega á því, að það tókst að selja nokkuð magn aí' niðursoðn- um sjávarafurðum i beinum vöruskiptum og einnig bitt, að barnahjálp sameinuðu þjóðanna tók nokkuð af niðursuðuvörum upp í það framlag, sem ísland lagði fram til þeirrar stofnunar á árinu 1948. Tjekko- slovakia keypti mest af niðursuðuvörun- um, eða 355 smál. og einnig fóru tæpar 200 smál. til Póllands og um 100 smál. lil Bret- lands, en hitt dreifðist á fjölda mörg lönd og aðeins litið magn til hvers þeirra. Er ekki hægt að segja, að íslenzk niðursuða sé nokkru nær um það að fá fótfestu á nokkrum markaði en áður var. Útflutningur á fiskmjöli var 5 500 smál. tæplega eða því nær alveg það sama og verið hafði árið áður. Fór mest af því til þriggja landa: Palestínu tæplega 2 000 smál., Finnlands um 1 500 smál. og til Tjekkoslovakiu 1 260 smál. Hefur verið auðvelt að selja fiskmjöl sem og síldar- rnjöl nú undanfarið, en framleiðsla á því er nú í töluvert örunr vexti, þar sem byggð- ar hafa verið og verða nú á næstunni fiskirijölsverksnriðjur allvíða urn land. Sildarmjölsútflutningurinn var að þessu sinni rúmlega 34 þús. smál., en það var 3 sinnum meira en á árinu 1947, sem stafar af því, hversu mikil framleiðslan var á vetrarsíldveiðunum 1947—1948, en allur litflutningurinn á því mjöli fór fram eftir áramótin 1948. Mest var flutt út af sildar- mjölinu til Bandarikjanna 7 000 snrál., og var það allt mjöl, sem framleitt var á vetr- arvertíðinni. Var hér um nokkuð einstaka sölu að ræða, enda þótt Bandaríkin hafi undanfarin ár stundum keypt nokkuð af þessari vöru þá hefur magnið aldrei verið svipað því svo mikið, sem hér varð raun á. Mest af síldarmjölinu hefur jafnaðarlega farið til Bretlands og nokkurra landa á meginlandinu, svo sem HoIIands, Tjekko- slovakiu, Frakklands og Danmerkur, og var svo einnig að þessu sinni. Af þessum löndum fékk Holland mest 6 365 smál., en næst kom Danmörk með 5 725 smál., Brel- land með 5 519 smál., Tjekkoslovakia með 4 360 smál. og Ioks Frakldand með 3 573 smál. Fengu öll þessi lönd að sjálfsögðu mun meira og' sum miklu meira magn en árið áður, vegna þess hvað framleiðslan var nú miklu meiri. Austurríki fékk einnig að þessu sinni 1 000 smál., og var það mjöl selt á vegum Efnahagssamvinnustjórnar- innar í Washington. Útflutningur síldarolíu nam 28 336 smál., var það einnig allverulega meira en verið hafði árið áður, en þá nam litflutn- ingurinn 20 527 smál., og kom að sjáli- sögðu mestur hluti þess frá vetrarsíldveið- inni. Bretland hefur jafnaðarlega verið einn stærsti kaupandinn að síldarolíu héð- an og svo var einnig að þessu sinni, en þangað fóru nú 11 685 smál. Hins vegar fóru nú til Þýzkalands 8 359 smál., en það land hafði ekki áður eftir að styrjöldinni lauk keypt síldarolíu, enda um litil við- skipti við það land að ræða önnur en sölur á ísvörðum fiski, sem áður hefur verið get- ið um. Þetta magn af síldarolíu var selt á vegum Efnahagssamvinnustjórnarinnar, sem áður getur. Önnur lönd, sem fengu síld- arolíu, voru HoIIand með 3 400 smál. tæp- lega og Tjekkoslovakia með tæplega 1 600 smál. svo og enn fremur Frakkland og Danmörk með rúml. 1 000 smál. og loks Rússland með rúml. 1 000 smál., en það voru leifar af sildarolíu frá árinu 1947, sem þá hafði verið samið um við Rússa, en var ekki flutt út fyrr en á árinu 1948. Útflutningur á þorskalýsi var með allra mesta móti á árinu, eða rúml. 8 000 smál. á móti 5 400 smál. árið áður, en mjög sjaldan hefur útflutningurinn orðið jafn mikill og' nú varð, enda hefur framleiðsla þorskalýsis aukizt mjög á árinu 1948, mið- að við það sem áður var, vegna tilkomu hinna nýju togara og mjög aukins afla þeirra frá því, sein áður var. Eins og áður um mörg ár, fór mest af þorskalýsinu til Bandaríkjanna eða tæplega 3 000 smál., en þó var útflutningnum nú dreift á fleiri lönd en áður hefur verið, sem stafaði af þvi, að barnahjálp sameinuðu þjóðanna keypti nokkurt magn af þorskalýsi og var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.