Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 59

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 59
Æ G I R 193 {>ví dreift víða um lönd á vegum þeirrar stofnunar. Til Hollands voru fluttar út um 900 smál. af þorskalýsi og til Rússlands um 750 smál., voru það leifar af fyrra árs samningi, en til Danmerkur voru fluttar út um 575 smál. og Þýzkalands um 660 sinál., en til annarra landa enn minna magn. A árunum fyrir styrjöldina var allmikið um það, að síld væri send isvarin til Þýzka- lands, og' fór sá flulningur fram aðallega l'rá Austfjörðum og Faxaflóa. Þegar samn- ingar voru hafnir seint á árinu 1947 um sölu í ísvörðum fiski til Vestur-Þýzka- lands, stóð yfir síldveiði í Faxaflóa og var þá gripið tækifærið til þess að selja nokkuð af ísvarðri síld. Hófust þessir flutningar þegar í desember 1947 og var i'yrir áramót flutt út um 464 smálestir, en aðalmagnið var þó flutt út eftir áramótin, eða í janúarmánuði, rúml. 2 900 Smál. F'óru flutningar þessir fram með þýzkum togurum. Ekki varð meira um þennan út- flutning á árinu, enda brást svo sem kunn- ugt er vetrarsíldveiðin algerlega um baustið. Útflutningur á fryslri síld hefur verið mjög smávægilegur undanfarin ár, en á ár- inu 1948 voru þó flutt út um rúml. 1 000 smál., aðallega til Frakklands. Enn fremur var flutt út nokkuð af beitusíld bæði til Noregs og Færeyja. Færeyingar bafa jafn- aðarlega kejTit nokkuð af beitusíld bér á ári hverju, vegna þess að þeir slunda all- mikið línuveiðar bér við land. Hins vegar var það nokkur nýlunda, að flutt var til Noregs dálítið magn af beitusíld, og mun bún liafa reynzt þar mjög vel. Á styrjaldarárunum var allmikið um það, að hrogn væru fryst til útflutnings, enda var þá ekki um það að ræða, að þau væru söltuð eins og tíðkaðist fyrir styrj- öldina og' aftur nú á seinni árum, þar sem markaðir fyrir þær vörur voru þá með öllu lokaðir af styrjaldarástæðum. Á seinni árum eftir að tekin var upp söltun á hrognunum á nýjan leik, hefur frysting þeirra því nær horfið, og var á þessu ári að- eins flutt út 107 smál. af frystum brogn- um, aðallega til Bretlands. í maíinánuði 1948 hófust hvalveiðar hér við land eftir alllangt blé, en þær hafa ekki verið stundaðar frá því árið 1939. Eitt af því sem franileitt var í sambandi við hval- veiðarnar var hvalkjöt fryst, og var út- fJutningur þess 863 smál. Fór langsamlega mest af því til Bretlands, eða 640 smál., en afgangurinn til Noregs. Er liér um að ræða algerlega nýjan útflutning, þar sem hval- kjötið var alls ekki hagnýtt á þennan hátt fyrir styrjöldina, en var nú í fyrsta skipti fryst og selt til manneldis. Um hvallýsið er svipað að segja, að út- flutningur á því hefur ekki verið neinn frá því fyrir styrjöldina, en nú var flutt út um 773 smál., sem að visu var ekki nema tæp- lega helmingur þess, sem framleitt var á árinu, en um áramótin lágu nokkrar birgðir í landinu. Var mest af hvallýsinu selt til Hollands eða 543 smál., en afgang- urinn til Danmerkur. í sambandi við flökun á fiski í frystihús- iinuin fellur jafnan nokkuð til af roðum, þegar fiskurinn er roðflettur, eins og sum- ar fisktegundir eru jafnaðarlega við flök- unina, eins og t. d. steinbíturinn. Roð þessi liafa að mestu leyti verið söltuð og flutt þannig út, en á. seinni árum hefur nokkuð verið um það, að þau væru unnin til fulls hér innanlands, það er að segja siítuð og notuð hér í skógerð og annað þess háttar. Á þessu ári var útflutningur á söltuðum roðum aðeins um 3 smál, og seklist það allt saman til Danmerkur. Saltsíldarframleiðslan á árinu 1948 var því nær helmingi meiri nú en hún hafði verið á árinu 1947, enda var útflutningur- inn eftir því og nam alls 110 þús. tunnum á móti 66 þús. tunnum árið áður. Meira en he(Imingur af þessu magni fór til Svíþjóð- ar, enda hefur Svíþjóð jafnaðarlega verið einn stærsti kaupandinn að íslenzkri salt- síld og var svo enn að þessu sinni. Undan- tekning var þó á árinu 1947, þegar Rúss- land gerði samning um kaup á miklu magni af saltsíld, en veiðibresturinn á því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.