Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 57

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 57
Æ G I R 191 nijög, sem raun er á og afkastageta hans þó enn meira, en tala skipanna gefur hug- mynd um, vegna tilkomu hinna nýju og stóru togara. Það var þvi ekki neinum vandkvæðum bundið að afla þessa magns, sem hér var um að ræða, hins vegar var það fyrirsjáanlegt, að markaðserfiðleikar hefðu getað valdið hér miklum vandræð- um, ef ekki hefði tekizt svo vel til, sem áður hefur verið á drepið, að samningar tókust við hernámsyfirvöld Vestur-Þýzka- lands seint á árinu 1947 þess efnis, að þangað yrði selt allt að 70 þús. smál. af ísvörðum fiski á árinu 1948. Var þegar í desember 1947 hafinn útflutningur á is- varðri sild, sem nam milli 3 og 4 þús. smál. og getið er annars staðar í yfirliti þessu, en afg'angurinn var afgreiddur sein ísfisk- ur á árinu 1948, og hófst útflutningurinn siðast í apríl það ár. Þessi samningur leiddi það af sér, að meira en helmingur af öllum ísfiskinum, eða 64 300 smál. var lluttur til Þýzkalands, en 61 100 smál. til Bretlands, eða því sem næst sama magn og þangað hafði verið flutt árið áður. Enda þótt framleiðsla af frystum fiski væri meiri á árinu 1948 en nokkru sinni l’yrr, varð þó útflutningurinn heldur minni en verið hafði árið áður, sem stafaði af J)ví, að óvenjumiklar birgðir lágu í árslok í landinu, sem ekki voru fluttar út fvrr en komið var fram á árið 1949, enda Jiótt megin hluti þess fisks væri þegar seldur. Alls nam útflutningurinn 22 200 smál. á móti 25 400 smál. árið áður. Þess hefur áður verið getið, að samning- ur var gerður við Bretland á árinu 1948 um sölu á ýmsum sjávarafurðum Jiangað, og var veigamesta atriðið í þeim samningi sala á freðfiski, en Bretland hefur jafnað- arlega um mörg ár, að árinu 1946 undan- teknu, verið bezti markaðurinn fyrir fryst- an fisk héðan. Veiðibresturinn á síldveið- unum hafði þau áhrif, að töluvert minna at frystum fiski var selt til Bretlands með hinu umsamda verði og varð síðan að gera 11111 það sérstakt samkomulag, þegar séð var, að ekki var unnt að standa við samn- inginn um sölu á síldarlýsinu. Þó var á þessu ári flutt til Bretlands tæp 9 000 smál. af frystum fiski, en hafði árið 1947 verið rúmlega 9 000 smál. Þannig fóru nærri 40% af frysta fiskinum á brezka mark- aðinn. Eftir styrjöldina hefur Tjekkoslovakia orðið allstór kaupandi að frystum fiski héðan og var að þessu sinni flutt Jiangað út 5 200 smál. Var það um 4 sinnum meira en árið áður. Sömuleiðis hefur Holland á tveim síðustu árum keypt allmikið af frystum fiski, en þau viðskipti hófust, er samningar voru gerðir við það land seinl á árinu 1947. Alls var flutt út af frystum fiski árið 1948 til Hollands 3 700 smál. tæplega, og var Holland þriðja landið í röð- inni, hvað magnið snertir. Þá kemur Fraltkland með tæplega 2 300 smál., en þangað var flutt út árið áður um 3 600 srnál., svo að magnið er nú nokkuð minna, enda hafa verið þar ýmsir erfiðleikar á sölu fisksins meðal annars vegna Jiess fjár- málaástands, sem ríkti þar í landi. Á und- anförnum árum hafa Bandaríkin jafnan flutt inn nokkuð af íslenzkum freðfiski og var svo enn á Jiessu ári, eða alls rúml. 1 900 smál. á móti tæpum 1 100 smál. árið áður. Til annara landa var flult mjög lítið, eða innan við 100 smál. af frystum fiski, en mest varð þó breytingin að því er Rúss- land snertir, en Jiangað hafði á árinu 1947 verið flutt 7 850 smál., en ekki neitt á ár- inu 1948, enda eins og áður getur ekki um neina samninga við það land að ræða á því ári. Af niðursoðnu fiskmeti var flutt út meira á Jiessu ári en undanfarin ár, eða um 960 smál. á móti 340 smál. árið áður. Hér er þó raunverulega um mjög lítið magn að ræða og gæti að sjálfsögðu verið margfalt meira, ef framleitt væri eins mik- ið af 'niðursuðuvörum í landinu eins og þær verksmiðjur, sem nú eru fyrir hendi, leyfa, Erfiðleikarnir á sölu þessarar fram- leiðslu liafa hins vegar gert það að verk- um, að framleiðslan hefur verið mjög lítil. Hinn aukni útflutningur frá því, sem var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.