Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 45
Æ G I R
179
áður getur töluvert lægra, eða yfir allt ár-
ið kr. 0.97 pr. kg, sem er 22 aurum lægra
en það var í Bretlandi. Hélzt meðalverðið
yfirleitt mjög svipað allan tímann eða
jafnaðarlega rétt um kr. 1.00. Þó var frá
þessu undantekning, aðallega í júlímán-
uði, þegar verðið var aðeins kr. 0.91, sem
stafaði af því, að þá varð allmikill fiskur
ónýtur og ósöluhæfur en það lækkaði að
sjálfsögðu mjög mikið verðið. Hæst varð
meðalverðið í april og maí kr. 1.02, en
lægst eins og áður segir í júlimánuði.
Mismunurinn á hinu þýzka og brezka
meðalverði er þó ekki svo mikill eins og'
virzt gæti eftir þessum tölum, þar sem
kostnaðurinn við það að koma fiskinum í
land er töluvert mikið minni í Þýzkalandi
heldur en í Bretlandi, auk þess sem í
Þýzkalandi þarf engan toll að greiða, en
eins og kunnugt er, er tollurinn i Bretlandi
10% af söluandvirði fisksins.
5. Hraðfrysting.
Hraðfrystihúsunum fjölgaði enn þá á
árinu og var talið, að í árslok hafi þau
verið 84 að tölu, eða 8 fleiri en í árslok
1947. Nokkur þessara húsa, eða 6 talsins,
voru þó alls ekki starfrækt til frystingar
á fiski á árinu, svo að alls störfuðu 78
frystihús. Mun ekki vera fjarri að afkasta-
geta þessara húsa hafi verið í lok ársins
um 800 smál. af flökum miðað við 16 tíma
vinnu. í árslok 1947 var afkastageta
frystihúsanna um 700 smál.
Fiskur sá, sem fór lil frystihúsanna til
vinnslu, var að þessu sinni 76 293 smál.
(samanber töflu XXVI). Var liér um að
ræða aukningu, sem nam rúml. 5 000 smál.
miðað við það, sem verið hafði árið 1947,
og hafa frystihúsin aldrei tekið á móti
jafnmiklu af fiski eins og á þessu ári.
Samsetning þess afla, sem fór til frysti-
húsanna, breyttist ekki mikið á árinu frá
því, sem verið hafði árið áður, og var
þorskurinn að sjálfsögðu með stærstan
hluta, eða um 79% á móti rúmlega 80%
árið 1947. Hins vegar jókst heldur hluti
ýsunnar og flatfisksins, og var ýsan með
7,7% og flatfiskurinn, allar tegundir, með
4,7%. Langsamlega mest af flatfiskinum
var skarkoli, þar næst kom þykkvalúran.
Hafði hluti ýsunnar árið áður verið 7,3%,
en flatfiskanna 4,5%. Mest varð breyting-
in á steinbítsmagninu, en það jókst hlut-
fallslega um nær helming og varð nú 6,1%.
Var steinbítsveiði stunduð venju freinur
mikið seinni hluta vetrar og um vorið,
bæði fyrir austan og vestan land, en hins
vegar var lítið um útflutning á fiski í ís að
ræða og þess vegna ekki um annað að gera