Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1949, Blaðsíða 16
150 Æ G I R Þess var áður getið um reknetjaveið- arnar, að þær voru lítið stundaðar á árinu yfirleitt og brugðust því nær alveg í Faxa- flóa. Voru því mjög fáir bátar gerðir út til reknetjaveiða að þessu sinni. Nokkur af hinum stærri mótorskipum og línugufuskipum stunduðu flutninga með ísvarinn fisk eða sild á vetrarvertíðinni og um haustið, svo sem jafnan áður. Hér er þó aðeins um xnjög fá skip að ræða. Gæftir og ciflabrögð. í Vestmannaeyjum og verstöðvunum á suðurströndinni voru gæftir yfiideitt stirðar lengi framan af ver- tíðinni og jafnvel allt lil marzloka. Dró þetta að sjálfsögðu úr sjósókninni, en hins vegar var afli oftast sæmilegur, þegar á sjó gaf. Á þetta þó aðallega við um línuna. I Vestmannaeyjum var talið, að tregur fisk- ur hefði verið þar í net, eftir því sem þar gerist, en þó rættist nokkuð úr vegna þess að netjaveiðin stóð nú lengur en veixju- lega. Afli togbátanxxa var mjög tregur framan af vertíðinni, enda hamlaði veður mjög sjósókn, en seinni hluta vertiðar- innar og um vorið var togbátaaflinn talinn mjög sæmilegur. Um dragnótaveiðar Vest- mannaeyjabátanna yfir sumartímann er það að segja, að afli var þá mjög sæmi- legur og talinn yfir xneðallag. í Faxaflóa voru gæftir mjög stirðar lengi vertíðar og þó einkum í marzmánuði, en hins vegar var afli víðast hvar talinn með bezta móti, aðallega þó seinni hluta ver- tíðarinnar. Þó var þetta misjafnt og t. d. var þannig í Keflavík, að þegar leið á april- mánuð, dró svo mjög úr aflanum á línu, að við sjálft lá, að bátar hættu að stunda þær veiðar, en þegar koin fram í maímánuð glæddist veiðin aftur all- verulega. Um Snæfellsnes er það að segja, að gæftir voru þar svipaðar og við Faxaflóa, yfirleitt heldur slirðar aðallega i marz- mánuði, en afli var talinn þar sæmilegur. Um gæftir og' aflabrögð vísast að öðru leyti í yfirlit yfir vetrarvertíðina í Sunnlend- ingafjórðungi, sem birtist í 7.—9. tölubl. Ægis 1948. b. Vestfirðingafjórðungur. Þátttaka í fiskveiðunum í Vestfirðinga- fjórðungi er sýnd í töflu VIII. Togarar voru framan af árinu 3 í fjórð- ungnum og voru þeir allir gerðir út, en í maímánuði bættist hinn fjórði við, og voru eftir það gerðir út 4 togarar, það sem eftir var ársins. Ekkert línugufuskip var gert ÚL á árinu, enda mun nú ekki lengur vera skráð neitt slíkt skip í Vestfirðingafjórðungi. Flesti,- bátar, sem gerðir voru út í Vestfirðinga- fjórðungi, voru yfir 12 rúml., og var útgerð þessara báta nokkuð jöfn yfir allt árið, en hefur hins vegar oft undanfarið verið nokkuð stopul, að því er snertir hina stærri þeirra. Flestir voru þeir gerðir út framan af árinu, Ixæði til síldveiða í Faxaflóa og einnig til þorskveiða. Voru þeir 52 í febrúarmánuði og yfirleitt um 50 út alla vertíðina fram á vor. Um síldveiðitímann voru þeir svipaðir að tölu og árið áður, eða flestir 44 í ágústmánuði, en fór síðan heldur fækkandi eftir að sildveiði lauk, en hins vegar urðu þeir samtals 42 að tölu í nóvember. Fáir bátar undir 12 rúmlestum voru gerðir út á Vestfjörðum á árinu, enda hefur þeirn bátum farið mjög fækkandi þar á seinni árum, þar sem flestir nýir bátar, sem keyptir hafa verið inn í fjórðunginn, haf t verið allmikið stærri. Mest var útgerð þessara báta um sumarið og haustið, enda munu þeir margir hvei’jir að minnsta kosli ekki vera taldir hentugir til vetrarveiða. Voru þeir flestir í maímánuði 17 að tölu, en annars oftast nær um og yfir 10 um sumarið og haustið. Útgerð opinna vélbáta var með svipuð- um hætti og árið áður, en þó nokkuð jafn- ari um vorið og sumarið og' jafnvel fram á haustið, en þeim bátum hefur annars farið fækkandi á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu á undanförnum árum. Voru þeir flestir í maímánuði 59 að tölu, en fækkaði svo aftur, er hinir stærri bátar fóru til síldveiða, enda mjög algengt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.