Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1949, Page 7

Ægir - 01.08.1949, Page 7
Æ G I R 141 telja að full þátttaka væri komin í þær veiðar fyrr en seint í marz eða byrjun apríl, en í aprílmánuði var tala bátanna 328 og í maímánuði 398, enda var þá til- tölulega mest þáttaka hinna smærri þilju- báta og opnu vélbátanna, en flestir þeirra stunda þessar veiðar. Um sumarið var þátt- takan í þessum veiðum nokkru meiri en verið hafði árið áður vegna meiri þátttöku smærri bátanna, sem áður getur. Þátttakan i dragnótaveiðinni var nokkru meiri nú en árið áður og undanfarin ár, sem stafar meðal annars af því, að auð- veldara var nú að afsetja aflann, sem aðal- lega var flatfiskur og einnig ýsa og stein- bítur, vegna þess hversu mörg frystihús voru starfrækt um sumarið og mikið kapp var lagt á að frysta sem mest af flatfisk- i inum. Á vetrarvertíðinni voru tiltölulega fáir bátar, sem stunduðu þessar veiðar eða um og yfir 20, en þegar landhelgin var opn- uð í byrjun júní fjölgaði bátunum mjög svo sem jafnan áður, og urðu flestir í júní- mánuði 88 að tölu. Um sumarið og fram á haustið, meðan landhelgin var opin, eða til loka nóvember, var þátttakan allmikil eða mesta 82 í júlimánuði, en minnst í nóvem- ber 54 bátar. Vegna vetrarsíldveiðanna i Faxaflóa veturinn 1947—1948 stundaði fjöldi báta herpinótaveiði framan af árinu í mánuð- ununi janúar og febrúar, en veiðunum lauk með öllu í byrjun marzmánaðar. Voru bál- arnir flestir í janúar 122 að tölu, en fór eftir það heldur fækkandi, enda fóru þeir að tínast smámsaman til þorskveiða, þegar vertiðin hófst, þó þátttakan í vertíðar- þorskveiðunum væri mun minni framan af vertíðinni vegna síldveiðanna. Um sum- arið var þátttakan í síldveiðunum nokkuð minni en verið hafði árið áður, eða rúml. 240 bátar á móti rúml. 260 bátum. Um ‘ haustið eða fyrri hluta vetrar bjuggu margir bátar sig til sildveiða í von um vetrarsíld, og voru taldir 50 bátar í desem- bermánuði, en sem kunnugt er brást sú veiðivon því nær með öllu. Sildveiði með reknetjum var mjög lítið stunduð á þessu ári og aðallega þá um haustið í Faxaflóa, en þær veiðar brugðust því nær alveg. Nokkur skip voru i ísfiskflutningum á vertíðinni og um haustið, og var hér aðal- lega um að ræða gömul gufuskip og hin stærri mótorskip. Rannsóknarstofa Fiskifélagsins starfaði með sama hætti og undanfarin ár og við óbreytt skilyrði. Rannsóknir á framleiðslusýnishornum frá fiskiðnaði og útflutningssýnishornum af sjávarafurðum voru enn sem fyrr tíma- frekastar af verkefnum rannsóknarstof- unnar. Alls var mælt A-vitamin í 831 sýnis- horni af aðsendum lýsissýnishornum, aðal- lega þorskalýsi, en auk þess var gerð full- komin efnagreining á 99 sýnisliornum af þorskalýsi, sem flutt var út. Rannsökuð voru 118 sýnishorn af fisk-, síldar- og hval- mjöli, þar af 50 sýnishorn til útflutnings. Auk þessa bárust rannsóknarstofunni all- mörg sýnishorn af síldarlýsi, hvallýsi og hvallifur til rannsóknar. Prófað var þanþol í allmörgum sýnishornum af netjagarni og rannsakaðar efnavörur til fúavarnar netja. Af upptalningu þessari má sjá, að fjöldi þeirra sýnishorna, sem rannsóknarstof- unni eru send, eykst stöðugt og krefst æ meiri hluta af starfstíma sérfræðinganna. Framkvæmdar voru á vetrarvertíðinni kerfisbundnar rannsóknir á lifraraflanum i 4 stærstu lifrarbræðslunum á Suður- og Suð-Vesturlandi. Var safnað daglegum sýnishornum af lifur hjá þessum bræðsl- um og meðaltals sýnishorn fyrir hverja 8 daga síðan rannsökuð með tilliti til lýsis- magns og annarra eiginleika. Alls var safn- að í þessu skyni 179 lifrarsýnishornum. Haldið var áfram rannsókn á sýnishorn- um af saltsild, sem söltuð var i tilrauna- skyni á Siglufirði sumarið 1947. Rann- sóknir þessar voru framkvæmdar á vegum Síldarútvegsnefndar og samkvæmt beiðni hennar. Þegar síldveiðin hófst í Hvalfirði haustið 1947, voru hafnar kerfisbundnar rann- sóknir á efnahlutföllum síldaraflans. Rann-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.