Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1979, Blaðsíða 12

Ægir - 01.07.1979, Blaðsíða 12
Hjálmar Vilhjálmsson og Páll Reynisson: Stærð hrygningarstofna loðnunnar 1979 Bráðabirgðatölur um hámarksafla á tímabilinu ágúst 1979 - mars 1980 1. Bergmálsmælingar 1.1. Inngangur. Allt frá því á 4. áratugnum, er fyrst varð ljóst að fiskar og ýmsar aðrar sjávarlífverur endurvörpuðu hljóðbylgjum og sáust því mætavel á bergmáls- dýptarmælum ekki síður en neðansjávarlandslag, hafa menn spurt sjálfa sig: Til hve mikils fisks svara þessi endurvörp? Til skamms tíma hefur svarið við þessari spurningu falist í talningu endurvarpa, sem sannanlega stafa af stökum fiskum, eða persónulegu mati skipstjórnar- eða rannsóknamanns á útliti endurvarpsins ef ekki er unnt að greina staka fiska. Gildir þá sú almenna regla, að því dekkri sem lóðning er þeim mun meiri fiskur undir flatarmálseiningu. Þessi aðferð var notuð á Hafrannsóknastofnun í fjöldamörg ár t.d. í sambandi við síldar- og loðnuleit. Var komið upp eins konar einkunnaskala, lóðningar flokkaðar samkvæmt vissum reglum og styrkleiki þeirra skráður 0-4 eftir því sem við var talið eiga. Slíkar aðferðir eru í hæsta máta ónákvæmar enda þótt með þessu móti megi fá viðmiðun, sem er gagnleg á margan hátt. Eftir að almennt var farið að nota dýptarmæla og seinna asdiktæki til fiskleitar og rannsókna varð fljótlega ljóst að unnt myndi að tengja þessi tæki sérstöku mælitæki, sem gæfi fiskmagnið til kynna á miklu nákvæmari hátt. Hönnun slíks tækis var ekki sérstakt vandamál. í fiskleitartækjum er hljóðendurvörpum hvort sem er breytt í rafstraum og spurningin því aðeins um það, hvort skrá skuli styrkleikann sem mismunandi dökka mynd á pappír, í línuritsformi eða í tölum. Ýmsar útgáfur af ofangreindu mælitæki hafa verið hannaðar og notaðar, en segja má, að þær hafi verið á tilraunastigi fram um 1970 og eru raunar í þróun enn. Það tæki, sem mesta útbreiðslu hefur hlotið og hérlendis er notað við bergmá 5 mælingar, ber nafnið Simrad Echo Integrator sen1 hefur verið þýtt á íslensku með orðinu tegrunar mælir. Eins og nafnið bendir til tekur tæki þetta við endurvarpi frá hverri sendingu dýptarm*'18- mælir styrkleika þess og skráir samanlagú311 styrkleika yfir ákveðna vegalengd, t.d. 1 sjómíl11- Á 1. mynd sést dreifð fisklóðning á dýptar mælispappír og tilsvarandi gildi eins og tegruna^ mælir skráir þau. Hér áður fyrr hefði breytmg ‘ þéttleika slíkrar lóðningar verið skráð 3-1, en el og sjá má er hún nær því að vera 14-1. Til Pe að réttar og um leið sambærilegar niðurstóo fáist þurfa bæði tegrunar- og bergmálsm* að vera kvarðanlegir og bergmálsmælirinn auk pe að vera búinn sjálfvirkri dýpisleiðréttingu. Unnt er að reikna fjölda fiska, t.d. á sig sjómílu, ef endurvarp frá þekktum fjölda, sV° kallaður endurvarpsstuðull, er þekkt. Nálgast n endurvarpsstuðul viðkomandi fisktegundar me^ einfaldri talningu sem síðan er borin saman við rl tegrunarmælis. Þessi aðferð telst fremur ónákvmm en er handhæg ef aðstæður leyfa (lóðning . lega þétt) og er því oft notuð. Svipað má se^ um mælingu á meðal hámarks styrkleika lóðm ar frá stökum fiskum, sem hægt er að mælu ^ sveiflusjá. Sú aðferð sem teljast verður langörU^t ust er hinsvegar, eins og oft vill verða, jafnfm tímafrekust og tæknilega vandasömust. & byggist á því að mæla endurvarp þekkts f)ö‘ fiska í þar til gerðu búri. .,t Hérlendis hefur bergmálsaðferðum verið til þess að ákvarða stofnstærð tveggja fisktegun ■ þ.e. síldar og loðnu. Þá hefur aðferðin, e®a.ajja af henni, verið notaður við árlega könnun á f)u og útbreiðslu fiskseiða við ísland og AuS Grænland frá 1970. 392 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.