Ægir - 01.07.1979, Blaðsíða 25
, A þessum árum gat Russel lítið notað líkingar
jlnaF vegna þess að í þá daga lá ekki fyrir nægi-
e8 þekking á vexti tegundanna, seiðafjölda og
danartölu.
Smám saman fengust upplýsingar um vöxt
tegundanna a.m.k. þeirra sem unnt er að
aldursgreina.
. 'úð mat á dánartölu og stofnstærð voru
einkurn notaðar tvær aðferðir:
i- Út frá gögnum um sókn og afla á sóknar-
uiningu.
Út frá endurheimtum fiskmerkjum.
^að hefur komið í ljós að aðferðir til að
j^eta sóknarþungann eru ýmsum erfiðleikum
Undnar, þar sem viðmiðanir hafa verið að
reytast einkum hin síðari ár. Hér er átt við þá
e °bundnu aðferð að mæla sóknina i tog-
flmum eða tonntogtímum. Aukin veiðitækni
,a ári til árs, sem endurspeglast í stærri
'Pum með meiri vélarorku, afkastameiri veiðar-
æ.rum og fullkomnari fiskleitartækjum, torveldar
^Jbg að fá fram algildan sóknarmælikvarða.
°fnstærðar- og dánartöluútreikningar út frá
a a sóknareiningu hafa því verið á verulegu
Undanhaldi hin síðari ár.
bún aðferðin styðst við niðurstöður úr fisk-
j^fkingum. Viss fjöldi fiska er merktur. Fljót-
gn að lokinni merkingu endurveiðast fyrstu
lskarnir. Eftir því sem lengra líður frá merk-
ingu fækkar endurheimtunum, þar sem ein-
staklingum hefur fækkað. Hlutfallsleg fækkun
endurheimtanna gefur til kynna dánartöluna.
Þar sem sjaldnast er öllum fiskmerkjum sem
endurveiðast skilað til vísindamanna, þá er þessi
aðferð að mörgu leyti óörugg, ekki sízt vegna
þess að oft drepst nokkuð af fiski skömmu
eftir merkinguna. Þess vegna hefur þessi að-
ferð líka verið á undanhaldi, einkum í þeim
tilvikum þar sem betri aðferðir hafa komið til
skjalanna.
Sú aðferð, sem mest er notuð í dag og ég
ætla að gera hér að umræðuefni mínu, er svo-
nefnd V.P.-greining eða „virtual population
analysis" á frummálinu.
V.P.-greiningunni var fyrst lýst af Kanada-
manninum Fry árið 1949 en hann notaði þessa
aðferð á silungsstofna í Kanada. Útbreiðsla
hennar verður þó ekki almenn fyrr en eftir að
Jones (1964) og Gulland (1965) endurbættu
hana um miðjan síðasta áratug. í framhaldi
af því tóku vinnunefndir Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins (ICES) og Norðuratlantshafsnefndin
(ICNAF) hana í sína þjónustu. í lok síðasta
árartugs er henni fyrst beitt á íslenzka þorsk-
inn. Aðferðin byggir á svipuðum forsendum og
dánartöluútreikningar út frá fiskmerkingum, þ.e.
að eftir því sem fiskurinn verður stærri og eldri
minnkar hlutdeild hans í aflanum bæði vegna
I Meöalsókn (f)
sen, SJ?' Samhengið milli heiidardánartölu og sóknar i ístenzka ufsann. Sé úlreiknaða línan framlengd lil vinstri í þann punkt, þar
^ánar fUn er enSin (skurðpunkturinn við v-ásinn) sést að viss dánartala er fvrir hendi. Þessi dánartala samsvarar náttúrlega
rs,tðlinum.
ÆGIR — 405