Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1979, Blaðsíða 66

Ægir - 01.07.1979, Blaðsíða 66
Landsþing Slysavarnafélags íslands 18. Landsþing Slysavarnafélags íslands var haldið 4.-6. maí sl. í húsi félagsins á Grandagarði. Forseti SVFÍ, Gunnar Friðriksson setti þingið, en að því loknu fluttu forseti íslands, félagsmálaráð- herra, biskup íslands og borgarstjórinn í Reykja- vík ávörp. Samtals sóttu þingið 180 manns, full- trúar og umdæmisstjórar björgunarsveita félagsins. Á þinginu fluttu eftirtaldir aðilar framsöguerindi: Hjálmar R. Bárðarson, siglingamálastjóri, um aukið öryggi á sjó, Óli H. Þórðarson, framkv.stj. Umferðarráðs greindi frá störfum ráðsins og ræddi umferðina í dag, Ólafur K. Björnsson, yfirsímritari fjarskiptastöðvarinnar í Gufunesi ræddi um fjar- skiptamál almennt, Jóhannes Briem úr bjsv. Ingólfs í Reykjavík greindi frá störfum milliþinganefndar SVFÍ í fjarskiptamálum. Um starfsemi félagsins höfðu einnig framsögn, Hannes Þ. Hafstein framkv.stj., sem sagði frá heimsókn til slysavarna- og björgunaraðila í Engl- andi og sýndi jafnframt skyggnur frá þeirri ferð auk þess sem hann sagði frá nýafstaðinni alþjóðasjó- slysavarna- og björgunarráðstefnu í Hollandi, og Óskar Þór Karlsson, erindreki, sem ræddi málefni björgunarsveita félagsins og slysavarnir almennt. Fyrir lágu tillögur um breytingar á lögum félags- ins og var samþykkt að vísa þeim til stjórnar er var falið að skipa sérstaka milliþinganefnd til að vinna úr þeim gögnum og skila áliti er lagt yrði fram á aðalfundi félagsins, eigi síðar en einu ári fyrir næsta landsþing. Framkominni tillögu um stofnun sérstaks lánasjóðs til að standa undir fjármögnun á byggingu björgunarstöðva og ýmissa tækjakaupa var vísað til félagsstjórnar og milli- þinganefndar. Allsherjarnefnd tók til meðferðar skýrslu stjórnar félagsins fyrir sl. ár og lýsti ánægju sinni yfir þeim mörgu verkefnum sem hægt hefði verið að sinna og tilgreindi m.a. 24 tíma varðstöðu Tilkynningaskyldu íslenskra skipa allt árið og samþykkt reglugerðar um smíði og eftirlit með smábátum 6 m og styttri, en það hefur verið baráttumál SVFÍ um langan tíma. Þá var gerð sam- þykkt um fjarskiptabúnað í opnum vélbátum 5 brl- og stærri, og þessir bátar þar með tilkynninga- skyldir að lögum, að sjálfvirkir neyðarsendar með flugvélatíðninni 121,5 Mhz verði settir í alla gúm- björgunarbáta og pakkaðir með þeim. að settur verði sjálfvirkur sleppibúnaður við gúmmíbjörg- unarbáta og að gúmbjörgunarbátar verði pakkaðir í plasthylki. Margar aðrar ályktanir þingnefnda varðandi slysavarna- og björgunarmál voru sarn- þykktar. Gunnar Friðriksson var einróma kjörinn forseti SVFÍ til næstu þriggja ára, en hann hefur gengt þel111 störfum frá 1960. Aðrir í stjórn félagsins eru- Ingólfur Þórðarson, Reykjavík, Frú Hulda Victors- dóttir, Reykjavík, Haraldur Henrýsson, Reykjavík- Hörður Friðbertsson, Reykjavík, Eggert Vigfússon. Selfossi og Baldur Jónsson, Reykjavík. Fulltrúar landsfjórðunga í aðalstjórn voru kjörnir Hallú°r Magnússon, frá Hnífsdal, Egill Júlíusson fra Dalvík, Gunnar Hjaltason frá Reyðarfirði og .l°n Þórisson frá Reykholti, Borgarfirði. Frú Hulda Sigurjónsdóttir frá Hafnartirði. sem verið hefur í stjórn samtakanna síðan 1966 gaí eK kost á sér til stjórnakjörs. Daníel Sigmundsson frá ísafirði, sem verið hefur fulltrúi Vesturlan s fjórðungs í vara- og aðalstjórn félagsins síðan 1964 lét af stjórnarstörfum. Þá urðu nokkrar breytingar í varastjórn. Við þingslit sæmdi forseti félagsins, Gunnt Friðriksson, eftirtalda menn þjónustumerki félag5 ins úr gulli: , Gest Sigfússon, Eyrarbakka, fyrir áratuga gia kerastörf í svd. Björg, en hann hefur nú látið störfum. Sigurð Guðjónsson. Sandgerði, form.bjsv. Sigur^ vonar, fyrir heilladrjúg störf í þágu björguna ^ sveitarinnar og framtak við byggingu björgunar stöðvar SVFI í Sandgerði. 446 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.