Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1979, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.1979, Blaðsíða 24
Dr. Sigfús A. Schopka: Stofnstærðarmat og aflaspár með V.P.- greiningu Erindi flutt á ráðstefnu um reiknilíkön á sviði fískifræði Um þessar mundir er liðin rúmlega öld frá því að gerð var fyrsta tilraun til þess að meta hrygningar- stofnstærð þorskstofns. Það var árið 1877, sem Viktor Hensen, sá sem Hensenháfurinn er kenndur við, prófessor við háskólann í Kiel, reyndi út frá fjölda þorskeggja, sem hann fann í svifinu í Kielarflóa að ákvarða fjölda hrygningarþorskanna. Með því að á- kvarða meðaleggjafjöldann hjá hrygnunum, svo og hlutfallið milli hænga og hrygna á svæð- inu, fékk hann e.k. tölur um hrygningarstofn- inn. Þessar tilraunir lögðust fljótt af, enda ótrú- lega mikil vinna við að safna svifsýnum og vinna úr þeim, auk þess sem á þessum árum var áhugi á stofnstærðarathugunum almennt lítill. Það var eiginlega ekki fyrr en komið var undir aldamótin að frekari athuganir hófust á fisk- stofnum. Kveikjan að þeim .ar gangur síldveið- anna við Bohuslan í S-Svíþjóð, en ýmsar þjóðir stunduðu þar síldveiðar. Árið 1896 veidd- ust 200.000 tonn við Bohusían, en ári síðar varð aflinn aðeins 1/10 hluti afla ársins á undan. Menn óttuðust að orsökina mætti rekja til ofveiði árið áður. Þær þjóðir sem stunduðu veiðar á þessari síld komu sér saman um að hefja rann- sóknir á síldarstofnunum og var þetta upphafið að starfi Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Síðan hefur það verið meira og minna verkefni ráðsins að fylgjast með fiskveiðunum og áhrifum þeirra á fiskstofnana. Farnir voru leiðangrar um öll höf til þess að safna gögnum og upplýsingum um fisktegund- ir, útbreiðslu, lífshætti, göngur o.fl. Þá var hafist handa um, að skrá aflamagn helstu nytja- fiska eftir svæðum, gögnum safnað um sókn báta og togara til þess að gera sér betur grein fyrir fiskveiðunum og gangi þeirra. Jafnframt þessu fóru menn að hugleiða lík°n’ sem lýstu þeim breytingum, sem verða í stofnum. Fyrstu stærðfræðilíkinguna, sem skýrir slíkar breytingar, setti brezki fiskifræðingurinn Russel fram árið 1931. Russel þessi er ckk> alveg óþekkt nafn á íslandi, bók eftir hann „Arðrán fiskimiðanna" kom út á íslenzku an 1944 í þýðingu dr. Árna Friðrikssonar fis^1' fræðings. Þær breytingar, sem verða á veiddum stoln' má flokka í eftirfarandi þætti: 1. Þyngdaraukning vegna vaxtar einstakl- inganna innan stofnsins (growth). 2. Þyngdaraukning vegna nýliðunnar (þ.e. tilkomu nýrra niðja) (recruitment). 3. Rýrnun stofnþyngdar vegna náttúrulegs dauða einstaklinganna (nat. mortality). 4. Rýrnun stofnþyngdar af völdum veiðann*1 (capture). Til þess að lýsa þessu notaði Russel einta1 summujöfnu. 5. = St_i + (A + G) - (C + M) Stærð stofnsins árið t (St) er háð stæ stofnsins árið áður (St-i), þeim niðjum eða n> liðum (A), sem bætzt hafa í stofninn, ÞeirI 1 þyngdaraukningu, sem orðið hefur í stofninuirj (G), þeirri þyngdarminnkun, sem rekja ma veiðanna (C) og náttúrlegs dauða (M). Ef stofninn á að vera í jafnvægi, þá ver árleg aukning hans að vera jöfn árlegri rýmun hans: A + G = C + M ef Russel hélt áfram og sagði, að stofn, sem veiddur, er í jafnvœgi, þegar aflinn er J ' náttúrlegri aukningu stofnsins, að frátölo1 þeim fiskum, sem deyja náttúrlegum dauðdaga- C = A + G - M 404 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.