Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1979, Side 24

Ægir - 01.07.1979, Side 24
Dr. Sigfús A. Schopka: Stofnstærðarmat og aflaspár með V.P.- greiningu Erindi flutt á ráðstefnu um reiknilíkön á sviði fískifræði Um þessar mundir er liðin rúmlega öld frá því að gerð var fyrsta tilraun til þess að meta hrygningar- stofnstærð þorskstofns. Það var árið 1877, sem Viktor Hensen, sá sem Hensenháfurinn er kenndur við, prófessor við háskólann í Kiel, reyndi út frá fjölda þorskeggja, sem hann fann í svifinu í Kielarflóa að ákvarða fjölda hrygningarþorskanna. Með því að á- kvarða meðaleggjafjöldann hjá hrygnunum, svo og hlutfallið milli hænga og hrygna á svæð- inu, fékk hann e.k. tölur um hrygningarstofn- inn. Þessar tilraunir lögðust fljótt af, enda ótrú- lega mikil vinna við að safna svifsýnum og vinna úr þeim, auk þess sem á þessum árum var áhugi á stofnstærðarathugunum almennt lítill. Það var eiginlega ekki fyrr en komið var undir aldamótin að frekari athuganir hófust á fisk- stofnum. Kveikjan að þeim .ar gangur síldveið- anna við Bohuslan í S-Svíþjóð, en ýmsar þjóðir stunduðu þar síldveiðar. Árið 1896 veidd- ust 200.000 tonn við Bohusían, en ári síðar varð aflinn aðeins 1/10 hluti afla ársins á undan. Menn óttuðust að orsökina mætti rekja til ofveiði árið áður. Þær þjóðir sem stunduðu veiðar á þessari síld komu sér saman um að hefja rann- sóknir á síldarstofnunum og var þetta upphafið að starfi Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Síðan hefur það verið meira og minna verkefni ráðsins að fylgjast með fiskveiðunum og áhrifum þeirra á fiskstofnana. Farnir voru leiðangrar um öll höf til þess að safna gögnum og upplýsingum um fisktegund- ir, útbreiðslu, lífshætti, göngur o.fl. Þá var hafist handa um, að skrá aflamagn helstu nytja- fiska eftir svæðum, gögnum safnað um sókn báta og togara til þess að gera sér betur grein fyrir fiskveiðunum og gangi þeirra. Jafnframt þessu fóru menn að hugleiða lík°n’ sem lýstu þeim breytingum, sem verða í stofnum. Fyrstu stærðfræðilíkinguna, sem skýrir slíkar breytingar, setti brezki fiskifræðingurinn Russel fram árið 1931. Russel þessi er ckk> alveg óþekkt nafn á íslandi, bók eftir hann „Arðrán fiskimiðanna" kom út á íslenzku an 1944 í þýðingu dr. Árna Friðrikssonar fis^1' fræðings. Þær breytingar, sem verða á veiddum stoln' má flokka í eftirfarandi þætti: 1. Þyngdaraukning vegna vaxtar einstakl- inganna innan stofnsins (growth). 2. Þyngdaraukning vegna nýliðunnar (þ.e. tilkomu nýrra niðja) (recruitment). 3. Rýrnun stofnþyngdar vegna náttúrulegs dauða einstaklinganna (nat. mortality). 4. Rýrnun stofnþyngdar af völdum veiðann*1 (capture). Til þess að lýsa þessu notaði Russel einta1 summujöfnu. 5. = St_i + (A + G) - (C + M) Stærð stofnsins árið t (St) er háð stæ stofnsins árið áður (St-i), þeim niðjum eða n> liðum (A), sem bætzt hafa í stofninn, ÞeirI 1 þyngdaraukningu, sem orðið hefur í stofninuirj (G), þeirri þyngdarminnkun, sem rekja ma veiðanna (C) og náttúrlegs dauða (M). Ef stofninn á að vera í jafnvægi, þá ver árleg aukning hans að vera jöfn árlegri rýmun hans: A + G = C + M ef Russel hélt áfram og sagði, að stofn, sem veiddur, er í jafnvœgi, þegar aflinn er J ' náttúrlegri aukningu stofnsins, að frátölo1 þeim fiskum, sem deyja náttúrlegum dauðdaga- C = A + G - M 404 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.